Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
E.coli og blý í kannabis
Utan úr heimi 19. nóvember 2024

E.coli og blý í kannabis

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Rannsókn háskólans Manchester Metropolitan University sýnir að kannabis sem verslað er með á götum í Bretlandi inniheldur skaðlegar örverur.

Háskólinn kannaði sextíu sýni sem lögreglumenn á stórborgarsvæði Manchester og í Norðymbralandi höfðu gert upptæk í störfum sínum. Níutíu prósent af þeim innihéldu ýmist myglu eða sveppagró, átta prósent innihéldu blý og fundust bakteríur af salmonellu- og E.coli stofni í tveimur prósentum. Í rúmum fjórðungi sýnanna fundu rannsakendur jafnframt gervikannabínóíða, eins og Spice og KT, sem geta verið skaðlegir. Frá þessu er greint í breskum miðlum eins og Mirror og Metro.

Rannsóknin var gerð í samstarfi við fyrirtækið Curaleaf Clinic sem ræktar kannabis til lækninga. Þar kom jafnframt fram að tveir þriðju þeirra sem kaupa ólöglegt kannabis nota efnið til að glíma við heilsufarsvandamál, eins og kvíða, þunglyndi og langvinna verki. Fulltrúar Curaleaf Clinic vilja með þessu vekja neytendur til umhugsunar um mögulega skaðsemi ólöglegs kannabis og benda á að í Bretlandi sé hægt að fá marijúana gegn lyfseðli.

Skylt efni: kannabis | E. coli

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...