Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Teista
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kring. Nokkuð af ungfuglum hafa vetursetur við Grænland en stór hluti af stofninum heldur til við Ísland allt árið. Hún fer sjaldan út á rúmsjó líkt og aðrir svartfuglar en heldur sig frekar á grunnsævi við ströndina þar sem hún kafar eftir sinni aðalfæðu sem er sprettfiskur. Hún er eini íslenski svartfuglinn sem er aldökk á kviðnum og á sumrin er hún öll svört fyrir utan þessa hvítu bletti á vængþökum sem sjást vel á myndinni hér fyrir ofan. Teista var nytjuð að einhverju leyti hér áður fyrr en undanfarna áratugi hefur stofninn minnkað nokkuð og veiði dregist saman. Áætlað er að stofninn sé um 10–15.000 varppör en tegundin er langlíf og verður seint kynþroska. Talið er líklegt að þessi fækkun stafi hugsanlega af samspili á breytingu á fæðuframboði, ágangi minks og meðafla í grásleppunetum. Árið 2017 skoruðu Skotveiðifélag Íslands, Fuglavernd og Vistfræðifélagið á umhverfisráðherra að friða teistuna. Umhverfisráðherra tók vel í þessa beiðni og hefur teistan verið friðuð frá september 2017.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...