Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Teista
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kring. Nokkuð af ungfuglum hafa vetursetur við Grænland en stór hluti af stofninum heldur til við Ísland allt árið. Hún fer sjaldan út á rúmsjó líkt og aðrir svartfuglar en heldur sig frekar á grunnsævi við ströndina þar sem hún kafar eftir sinni aðalfæðu sem er sprettfiskur. Hún er eini íslenski svartfuglinn sem er aldökk á kviðnum og á sumrin er hún öll svört fyrir utan þessa hvítu bletti á vængþökum sem sjást vel á myndinni hér fyrir ofan. Teista var nytjuð að einhverju leyti hér áður fyrr en undanfarna áratugi hefur stofninn minnkað nokkuð og veiði dregist saman. Áætlað er að stofninn sé um 10–15.000 varppör en tegundin er langlíf og verður seint kynþroska. Talið er líklegt að þessi fækkun stafi hugsanlega af samspili á breytingu á fæðuframboði, ágangi minks og meðafla í grásleppunetum. Árið 2017 skoruðu Skotveiðifélag Íslands, Fuglavernd og Vistfræðifélagið á umhverfisráðherra að friða teistuna. Umhverfisráðherra tók vel í þessa beiðni og hefur teistan verið friðuð frá september 2017.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...