Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik.
35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik. 35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borginni Malmö gegn 36 skákmönnum.

Hermann Aðalsteinsson.

Larsen, sem á þeim tíma var einn af sterkustu skákmönnum heims, vann 27 þeirra, fjórar skákir enduðu með jafntefli en fimm skákmenn náðu að vinna Larsen og var Sigurður Gunnar Daníelsson á meðal þeirra. Siggi Dan, eins og hann var ávallt kallaður, vann skákina með svörtu mönnunum. Hann var afskaplega ánægður með þennan sigur og var þetta í eina skiptið sem Siggi Dan vann stórmeistara. Þetta var alvöru fjöltefli af gamla skólanum, sem stóð yfir í 4 klukkutíma, en skákklukkur voru ekki notaðar við fjölteflið.

Sigurður Gunnar Daníelsson.

Sigurður Gunnar Daníelsson gekk til liðs við Skákfélagið Goðann í Þingeyjarsýslu árið 2013 og varð skákmeistari félagsins árið 2016. Siggi tefldi oft með Goðanum á Íslandsmóti skákfélaga en sína síðustu skák tefldi hann í október árið 2022. Skákstíll Sigga var mjög villtur. Stigahærri skákmenn áttu oft í miklum erfiðleikum með að svara hvössum sóknarleik Sigga sem oft fórnaði manni snemma í sínum skákum. En það kom ekki að sök. Mjög oft stóð hann uppi sem sigurvegari.

Sigurður Gunnar Daníelsson starfaði við grunnskólann á Raufarhöfn sín síðustu ár sem tónlistarkennari, en hann starfaði m.a. í Húnavatnssýslu og á Vestfjörðum sem tónlistarkennari og undirleikari hjá hinum ýmsu kórum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...