Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik.
35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik. 35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borginni Malmö gegn 36 skákmönnum.

Hermann Aðalsteinsson.

Larsen, sem á þeim tíma var einn af sterkustu skákmönnum heims, vann 27 þeirra, fjórar skákir enduðu með jafntefli en fimm skákmenn náðu að vinna Larsen og var Sigurður Gunnar Daníelsson á meðal þeirra. Siggi Dan, eins og hann var ávallt kallaður, vann skákina með svörtu mönnunum. Hann var afskaplega ánægður með þennan sigur og var þetta í eina skiptið sem Siggi Dan vann stórmeistara. Þetta var alvöru fjöltefli af gamla skólanum, sem stóð yfir í 4 klukkutíma, en skákklukkur voru ekki notaðar við fjölteflið.

Sigurður Gunnar Daníelsson.

Sigurður Gunnar Daníelsson gekk til liðs við Skákfélagið Goðann í Þingeyjarsýslu árið 2013 og varð skákmeistari félagsins árið 2016. Siggi tefldi oft með Goðanum á Íslandsmóti skákfélaga en sína síðustu skák tefldi hann í október árið 2022. Skákstíll Sigga var mjög villtur. Stigahærri skákmenn áttu oft í miklum erfiðleikum með að svara hvössum sóknarleik Sigga sem oft fórnaði manni snemma í sínum skákum. En það kom ekki að sök. Mjög oft stóð hann uppi sem sigurvegari.

Sigurður Gunnar Daníelsson starfaði við grunnskólann á Raufarhöfn sín síðustu ár sem tónlistarkennari, en hann starfaði m.a. í Húnavatnssýslu og á Vestfjörðum sem tónlistarkennari og undirleikari hjá hinum ýmsu kórum.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...