Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vantar fola til geldingar
Líf og starf 10. maí 2016

Vantar fola til geldingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hulda Harðardóttir, starfandi dýralæknir við Edin­borgar­háskóla, vinnur að rannsókn sem tengist svæfingum á hestum. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Dýralæknaþjónustu Suðurlands.

„Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar ég fyrir tilviljun áttaði mig á því að íslenskir dýralæknar nota mun stærri lyfjaskammt fyrir svæfingu á hestum en tíðkast erlendis. Við nánari athugun kom í ljós að íslensku hestarnir virtust ekki þurfa viðbótarskammt af svæfingarlyfi undir skurðaðgerð. Erlendis er þessi viðbótarskammtur mjög oft nauðsynlegur svo hægt sé að ljúka skurðaðgerðinni.

Þegar ég ræddi þetta við sérfræðinga við háskólann í Skotlandi töldu þeir að mögulega þyrfti íslenski hesturinn hærri lyfjaskammt en almennt er gefið fyrir svæfingu í Evrópu.“

Hestasvæfingar vandmeðfarnar

Margar rannsóknir hafa verið gerðar með það að markmiði að betrumbæta svæfingar á hestum en í samanburði við önnur húsdýr er einna erfiðast að svæfa hesta. Algengasta lyfið sem notað er við hestasvæfingar kallast ketamine. Lyfjaskammturinn sem notaður er erlendis við innleiðslu á svæfingu er byggður á rannsókn sem gerð var árið 1977.  Sá lyfjaskammtur er hins vegar ekki alltaf nægur til að klára stuttar skurðaðgerðir og því nauðsynlegt að gefa viðbótarskammt af ketamine.

Lyfjaskammtur fyrir hesta erlendis hefur ekki breyst síðan 1977 og engin framhaldsrannsókn hefur verið gerð til að skoða hvort hærri skammtur af ketamine gefi dýpri eða lengri svæfingu,“ segir Hulda.

Samanburður á lyfjaskömmtum

Fyrir fimm árum síðan gerði Hulda, í samstarfi við Dýralæknaþjónustu Suðurlands, rannsókn sem fólst í því að bera saman tvo lyfjaskammta fyrir innleiðslu á svæfingu hesta. Niðurstaða þeirrar rannsóknar sýndi að stærri lyfja­skammturinn virtist gefa betri svæfingu. „Þar sem aðeins voru notaðir átta hestar í rannsókninni langar okkur að endurtaka hana í sumar með stærra úrtaki til að fá marktækari niðurstöðu. Okkur langar að ná til sem flestra hestaeigenda á Suðurlandi sem eru með eins vetrar gamla hesta sem þarf að gelda í sumar.

Við ætlum að bjóða þeim að taka þátt í rannsókninni sem verður unnin dagana 30. maí til 9. júní í sumar. Við munum einnig bjóða upp á geldingar helgina 4. og 5. júní.“

Dýralæknir frá Skotlandi

Hulda lauk dýralæknanámi frá Royal School of Veterinary Studies í Edinborg árið 2011. Hún segir að námið taki fimm ár og að flestir fari beint að vinna við fagið að námi loknu. „Mig langaði hins vegar strax að læra meira og sérhæfa mig í hestum. Ég sótti því um að komast í starfsnám í hestalækningum við Cambridge-háskóla (Queens Veterinary School hospital). Við þann skóla starfaði ég eingöngu með hestum í heilt ár og öðlaðist mikla innsýn inn í hestalækningar.

Þar voru daglega meðhöndluð erfið sár og áverkar á liðum og beinum, framkvæmdar augnaðgerðir og tanntökur, sýkingar í ennisholum meðhöndlaðar og umönnun hesta eftir erfiðar skurðaðgerðir.“

Svæfingar heilla

„Eftir það fór ég aftur til Edinborgar þar sem ég tók að mér sex mánaða afleysingastarf við svæfingadeildina á dýraspítalanum í Edinborgar-háskóla.

Mér fannst starfið bæði spennandi og krefjandi og eitt leiddi af öðru og ég ákvað í kjölfar þeirrar reynslu að fara í sérfræðinám í svæfingalækningum. Sérnámið tekur þrjú til fjögur ár og að því loknu mun ég útskrifast sem evrópskur sérfræðingur í svæfingum dýra.“

Hulda segir að sérnámið byggist aðallega á verknámi auk þess sem hún kenni við skólann og stundi rannsóknir.

Nánari upplýsingar

Hestaeigendur sem hafa áhuga á að vera með í rannsókninni geta haft samband við Dýralæknaþjónustu Suðurlands í síma 482 3060 til að fá nánari upplýsingar og panta tíma. Nánari upplýsingar um rannsóknarverkefnið sjálft er hægt að nálgast með því að senda póst á netfangið: hulda.hardardottir.mrcvs@gmail.com.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...