Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Líf og starf 12. október 2023

Vefbókin Matreiðsla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vefbókin Matreiðsla var gefin út fyrir skemmstu hjá Iðnú útgáfu. Um nýjung er að ræða í útgáfu matreiðslubóka á Íslandi, því aldrei hefur jafn viðamikið námsefni í matreiðslu verið gefið út í einu riti.

Bókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta en er jafnframt hugsað fyrir almenning, en farið er vel yfir grunnþætti matreiðslu.

Útgáfuhóf var haldið miðvikudaginn 27. september í bókabúð IÐNÚ í Brautarholti 8, þar sem gestum var gefið tækifæri til að ræða við höfunda, kynna sér vefbókina og gæða sér á léttum veitingum.

Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi sem standa á bak við útgáfuna og hefur mikið verið lagt upp úr því að gera kennsluefnið aðgengilegt, myndrænt og lifandi.

Í bókinni eru einnig myndir af ýmsum aðferðum sem matreiðslumenn þurfa að kunna, sýndar skref fyrir skref – hvort sem það er soðgerð eða þrif á vinnuborði. Karl Petersson tók ljósmyndir fyrir bókina og gerði einnig myndbönd, gagnvirkar orðskýringar og verkefni.

Hægt er að kaupa aðgang að vefbókinni á slóðinni vefbok.is.

7 myndir:

Skylt efni: Matreiðsla

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...