Rauðrófubrauð, ýsa og ristaður aspas
Matarmikið og gott brauð sem virkar jafn vel í morgunmat og í samlokur. Helst með miklu grænmeti og góðum osti. Gott til að fá holl næringarefni og járn úr rauðrófum sem er ofurfæða.
Rauðrófubrauð
Hráefni:
200 g súrsaðar rauðrófusneiðar (safinn þurrkaður af)
300 g hveiti
30 g dl sólblómafræ
150 g dl vatn
75 g dl dökkt brauðsíróp
120 g fínt rúgmjöl
2/3 pakki þurrger (12 g)
20 g salt
200 g brauðsúr ef hann er til (má sleppa)
Aðferð
Blandið öllum innihaldsefnum saman.
Keyrið deigið á miðlungshraða í 8 mínútur / hnoðið það hratt í 5 mínútur.
Látið deigið lyfta sér við stofuhita í 2 klukkustundir.
Smyrjið og stráið hveiti í brauðform.
Brjótið deigið saman og rúllið því í rúgmjöli.
Setjið deigið í mótið og látið það lyfta sér í 60–90 mínútur.
Hitið ofninn við 250 gráður.
Setjið í mótið, úðið vatni inn í ofninn og lækkið hitann í 190 gráður.
Bakið í um það bil 50 mínútur.
Takið brauðið úr forminu og látið það hvíla í allt að sólarhring.
Möndluflöguhjúpuð ýsa
Þetta er betri útgáfan af hinum vinsælu fiskbitum sem eru hjúpaðir stökkum hjúp. Bara heilbrigðara og bragðbetra að gera sjálfur sína „fiskifingur“. Brjótið möndlurnar í lokanlegum plastpoka með kökukefli eða stuttlega í matvinnsluvél.
Hráefni:
2 egg
2 tsk. Dijon sinnep
1/2 tsk. af salti og pipar
2 1/4 bolli möndluflögur (ristaðar og muldar)
500 g ýsa, sneiðar eða bitar, roð- og beinlaust
Sítrónubátar eða fersk steinselja (valfrjálst)
Remúlaði
3 msk. majónes
1 1/2 msk. piparrót
3 msk. ferskt estragon, saxað eða
þurrkað (1msk)
2 msk. ferskur sítrónusafi
1/4 bolli súrar gúrkur, skornar í fína teninga
Í lítilli skál, þeytið saman eggjum, sinnepi, salti og pipar. Setjið möndlur í aðra skál. Setjið ýsu í eggjablönduna, hristið af umfram egg. Svo er bitunum blandað saman við möndlurnar.
Bakið ýsubitana (fiskstrimla) á bökunarplötu með smjörpappír í 200 gráðu heitum ofni þar til fiskur brotnar auðveldlega niður í flögur, í 10 til 12 mínútur. Berið fram strax og skreytið með steinselju og sítrónubátum, ef vill.
Á meðan ýsubitarnir eru bakaðir er remúlaðið gert. Þeytið majónesið, piparrót, estragon, sítrónusafa og súrar gúrkur saman. Berið fram með ýsubitum.
Ljúffengur ristaður aspas með fullkominni auðveldri kryddblöndu og rifnum parmesanosti
1 búnt aspas (endar fjarlægðir)
2 msk. ólífuolía
1 msk. ósaltað smjör, brætt
1/2 tsk. fínt sjávarsalt, þurrkað ítalskt krydd
1/4 tsk. hvítlauksduft, pipar
1/3 bolli af pankó brauðmylsnu (eða brauðraspi )
1/3 bolli + 2 msk. nýrifinn parmesan- ostur, aðskilinn
Hitið ofninn í 200 gráður. Notið stærstu bökunarplötuna, þvoið undir köldu vatni og þurrkið alveg (gerið þetta fljótt með því að velta spjótunum á milli tveggja eldhúshandklæða). Smellið rótinni af aspasnum, hann brotnar þar sem hann er mjúkur og hendið harða endanum við rótina.
Setjið aspasspjótin beint á stóru pönnuna, penslið með ólífuolíu eða bræddu smjöri. Bætið saltinu, ítalska kryddinu, hvítlauksduftinu og piparnum saman við. Veltið þar til aspasinn er vel húðaður. Það þarf nóg af olíu eða smjöri svo pankóið og parmesan festist við; bætið við matskeið af olíu til viðbótar ef þörf krefur.
Stráið loks pankó-raspinu (asískur brauðraspur) og 1/3 bolla rifnum osti yfir. Veltið aftur varlega til að tryggja að pankóið og parmesanhúðin festist við.
Dreifið aspasnum í eitt jafnt lag; verið viss um að hann skarist ekki.
Bakið í 7–11 mínútur, eða þar til aspasinn er létt brúnaður, mjúkur og parmesanosturinn bráðnaður (þetta getur verið mismunandi eftir ofnhita og stærð aspasins). Takið úr ofninum og stráið tveimur matskeiðum af parmesanosti yfir á heitan aspasinn.
Njótið strax meðan heitt er, með góðu salati.