Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ævintýri á aðventunni
Mynd / Aðsendar
Menning 8. desember 2023

Ævintýri á aðventunni

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri var stofnaður með pomp og prakt í fyrra, en hópurinn, sem samanstendur af sex atvinnulistamönnum, býður áhorfendum sínum upp á sérsamda íslenska söngleiki og óperur.

Hefur flutningur þeirra hlotið góðar undirtektir, en í desember sl. var fyrsta sýning hópsins, Ævintýri á aðventunni, sýnd í öllum grunnskólum frá Vopnafirði til Hvammstanga, bæði kennurum og nemendum til mikillar gleði.

Verkið fjallar um þær systur, Gunnu (á nýju skónum) og Sollu (á bláum kjól) sem halda í bæjarferð til þess að versla jólagjafirnar, rekast þar bæði á jólasvein og jólaköttinn auk þess sem þær þurfa að muna allar þær „reglur“ sem fylgja jólunum svo og jólalög.

Voru sumir áhorfenda að heyra óperusöng í fyrsta skipti en heiðurinn að lögum og texta er ein sexmenninganna, Þórunn Guðmundsdóttir. Hún er einnig höfundur verksins en félagar hennar í hópnum hafa allir sitt hlutverk. Má þar nefna leikstjórann Jennýju Láru Arnórsdóttur, búningahönnuðinn Rósu Ásgeirsdóttur, Jón Þorstein Reynisson sem sér um söng, leik og harmonikkuspil, en söngur og leikur er einnig í höndum þeirra Bjarkar Níelsdóttur og Erlu Dóru Vogler auk þess sem þær tvær síðastnefndu sinna starfi verkefnastjóra í tengslum við leikverkið.

Leikritið Ævintýri á aðventunni verður annars sýnt í fjögur skipti nú í byrjun desember, miða má finna á tix.is og eru sýningar haldnar í Samkomuhúsinu á Akureyri.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...