Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvammshlíðardagatalið
Menning 13. desember 2023

Hvammshlíðardagatalið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð, gefur út sitt skemmtilega dagatal í sjötta sinn.

Almanakið er í stóru broti og inniheldur fróðleik og ljósmyndir. Hver síða er ríkulega myndskreytt, ýmist með myndum frá sveitalífinu í Hvammshlíð, eða eldri myndum sem Karólína fékk sendar úr myndasöfnum héðan og þaðan. Með hverjum mánuði fylgir upplýsingasíða þar sem ólíkum þemum eru gerð skil. Þar má nefna ferðalög á árum áður, engjaheyskap, göngur á haustin, gjóskulög og fleira áhugavert.

Dagatalinu fylgir þéttskrifaður sex síðna viðauki í A4 broti. Þar er farið yfir sögu gamalla almanaksdaga, gömlu íslensku mánaðanna og annarra tímabila sem ekki eru í almennri notkun. Þá eru skýringar á fjölmörgum mælieiningum sem hafa dottið úr notkun, eins og alin, eykt eða pottur. Karólína hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir frumkvöðlastarf sitt í riðurannsóknum í íslensku sauðfé. Hún býr á innsta bænum í Norðurárdal í Austur-Húnavatnssýslu, skammt frá Þverárfellsvegi. Í dagatalinu eru myndir af íbúunum í Hvammshlíð, það er Karólínu, hverjum smalahundi, hesti og kind. Dagatalið er hægt að fá á ýmsum stöðum, eða beint frá Karólínu.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...