Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýleg mynd af söngkonunni ásamt börnunum hennar sex.
Nýleg mynd af söngkonunni ásamt börnunum hennar sex.
Menning 30. ágúst 2023

Hver er þessi stúlka?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Skömmu eftir að fjörutíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu plötu hennar fyllir nú drottning poppsins sextíu og fimm ár hér á jörð.

Söngkonan Madonna Ciccone fæddist þann 16. ágúst árið 1958 í Michigan, Bandaríkjunum, en foreldrar hennar voru önnur kynslóð innflytjenda bæði ítalskra og svo fransk-kanadískra. Var kaþólsk trú í hávegum höfð innan fjölskyldunnar sem taldi hvorki meira né minna en sex börn. Móðir Madonnu lést er hún var fimm ára, en í kjölfarið kvæntist faðir hennar ráðskonu heimilisins og eignaðist með henni tvö börn. Madonnu mislíkaði þessi ráðahagur föður síns og fór það ekki framhjá neinum. Kom það sterklega í ljós á unga aldri að þarna væri á ferðinni manneskja sem léti heyra í sér ef henni mislíkaði.

Þótt trúin virðist vera stór hluti tilveru hennar og virðing við strangkaþólskan föður hennar í þeim efnum, fer hún sínar eigin leiðir. Lagið Papa dont preach sem kom út árið 1986 tileinkaði hún sambandi sínu við föður sinn sem hefur gegnum tíðina verið heldur stormasamt.

Seint á áttunda áratugnum hóf Madonna feril sinn sem dansari en ekki leið á löngu þar til hún vakti athygli bak við hljóðnemann. Íklædd blöndu af ögrandi undirfatnaði, netsokkabuxum, blúndum, skreytt trúarlegum skartgripum, fór tilvera hennar ekki framhjá neinum, enda vildi hún koma því á framfæri að hægt væri að sýna kynþokka jafnframt því að standa föstum fótum á sínu.

Hún varð þekkt fyrir djarfan klæðaburð og sjálfstæði, fyrirmynd hverrar konu. Mætti segja að hún hafi brotið blað í kvenréttindasögunni, ýtt réttilega undir tilveru andlegs frelsis og sjálfstæðis kvenna til jafns við karlmenn.

Madonnu íklædda dressi sínu frá MTV hátíðinni árið 1984

Aftur til fortíðar

Á verðlaunaafhendingu MTV Video Music Awards árið 1984 mætti hún gallvösk í hvítum alklæðnaði, tjullpilsi, sokkabuxum og korseletti, með Boy Toy beltissylgju. Þar flutti hún meðal annars lagið Like a Virgin sem fellur hvorki í gleymsku né dá þeirra sem á hlýddu.

Er lagið titillag samnefndrar plötu sem hefur selst í yfir 20 milljónum eintaka, þá ein mest selda plata allra tíma. Í dag er Madonna líklegast sú söngkona sem hefur selt hvað flestar plötur á heimsvísu.

Dansað yfir línuna

Madonna hættir þó aldrei að dansa á línunni og hefur jafnvel farið yfir hana allhressilega, a.m.k. ef litið er til upphafs tíunda áratugarins, bæði í hegðun og klæðaburði.

Madonna árið 1998

Sem dæmi má nefna tónlistarmyndband hennar við lagið Justify My Love frá árinu 1990. Þar er að finna afar kynþokkafulla senu þar sem hún ýtir enn og aftur við hinni heilögu mynd kaþólsku kirkjunnar með því að hafa hið heilaga trúartákn, krossinn, danglandi um háls elskhuga sinna. Nokkrum árum síðar, 1993, á sviði í Púertó Ríkó fór hún höndum um fána landsins á klámfenginn hátt og vakti afar mikla reiði áhorfenda.

Ekki löngu síðar var Madonnu boðið í spjallþátt Jay Leno sem þá var einn vinsælasti spjallþáttur Bandaríkjanna. Þar færði hún þáttastjórnandanum vinsæla nærbuxur sínar og bauð honum að þefa að vild.

Sú hegðun þótti fara yfir öll mörk og meira að segja aðdáendum hennar þótti of langt gengið, þarna væri mögulega ferli hennar lokið.

Eitt umtalaðasta dress Madonnu, eftir tískuhönnuðinn Jean Paul Gaultier, árið 1990.

Ekki öll nótt úti enn

Madonna lét þó hvergi bugast og einbeitti sér um tíma að því að styrkja fátæka listamenn til sýningahalds.

Á seinni hluta tíunda áratugarins þótti henni upplagt að túlka forsetafrúna Evitu Peron í samnefndri mynd, en sú kona hafði m.a. mikil afskipti af kvenréttindum og vegna hennar var m.a. kosningaréttur argentínskra kvenna viðurkenndur.

Með nýjum áratug urðu nýir tímar. Rétt fyrir aldamótin síðustu sneri Madonna sér að austrænni dulspeki og Kabbalah-trú. Komu áhrif þessara tíma sterklega í ljós á ímynd hennar og listrænu ferli eins og margir kannski muna eftir á sjöundu stúdíóplötu hennar, Ray of Light, sem gefin var út 1998.

Sama ár stofnaði hún góðgerðarsamtökin The Ray of Light Foundation. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að friði, jafnrétti og menntun fyrir alla, auk þess sem sérstök áhersla er lögð á valdeflingu kvenna, menntunarátak, alþjóðlega þróun og ýmis mannúðarátök.

Þetta var þó engin nýlunda því alla tíð hefur gustað af henni í hinum ýmsu baráttumálum. Má þar nefna réttindi HIV smitaðra svo og hópa innan LBGQT en einnig velferð barna frá þróunarríkjunum, en önnur góðgerðarsamtök sem mætti nefna, samtökin Raising Malawi, eiga að vinna að eflingu menntaaðstöðu þarlendis.

Tilefni til að fagna

Enn þann dag í dag fer Madonna ótroðnar slóðir. Sextíu og fimm ára gömul býr hún ásamt hluta barna sinna í Lissabon og tæplega þrítugum ástmanni sínum, boxaranum Josh Popper. Hún stefnir á tónleikaferðalag undir nafninu Celebration í tilefni 65 ára afmælis síns – og lætur hvergi deigan síga þótt árin líði.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...