Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Samkvæmt greiningu mun kolefnishlutleysi tískuiðnaðarins kosta yfir eina trilljón dollara.
Samkvæmt greiningu mun kolefnishlutleysi tískuiðnaðarins kosta yfir eina trilljón dollara.
Mynd / Francois - Unsplash
Menning 19. febrúar 2024

Kolefnislaus fataiðnaður í kortunum?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Samdráttur kolefnislosunar tískuiðnaðarins á alþjóðavísu er flókið og krefjandi verkefni. Möguleikarnir eru þó fyrir hendi með blöndu af tækniframförum, sjálfbærum starfsháttum og sameiginlegu átaki ýmissa hagsmunaaðila.

Nýverið kom fram skýrsla frá stofnununum Apparel Impact Institute og Fashion for Good, en sú fyrrnefnda vinnur að lausnamiðuðum hugmyndum er koma að sjálfbærni í fataiðnaði í samstarfi við framleiðanda og hagsmunaaðila á meðan hið síðarnefnda ýtir undir nýsköpun í tískuiðnaðnum, með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.

Gífurlegur kostnaður

Samkvæmt greiningum þeirra lítur út fyrir að ef ná á að koma kolefnislosun tískuiðnaðarins niður í núll fyrir árið 2050, muni kostnaður vegna þess vera yfir eina trilljón dollara, eða tæpar 140 billjónir íslenskra króna.

Í skýrslunni kemur fram að rúm 60% fjármagnsins þurfi til að standa undir framkvæmdum núverandi lausna, en afgangurinn færi í verkefni tengd þróun og þeirra nýjunga sem þarf að innleiða.

„Fjármagni þarf að veita í svið endurnýjanlegrar raforku og minnkun notkunar kola í aðfangakeðjum, auk frekari framleiðslu sjálfbærra fataefna, sem skora hátt er kemur að möguleikum endurvinnslu þeirra,“ segir í skýrslunni, sem einnig kemur inn á að núverandi skuldbindingar og fjármögnun séu ófullnægjandi til að ná árangri, ef kolefnislosa á iðnaðinn með fullnægjandi hætti fyrir árið 2050.

Kemur fram að ólíklegt þyki að nauðsynleg umbreyting náist án verulegra breytinga á fjármögnunarflæði til að flýta fyrir innleiðingu margs konar hagkvæmni- og losunarlausna. Talið er að til að safna þeirri feiknarlegu upphæð sem til þarf – sem viðbót við yfirstígan hindrana, þurfi samstillt átak fimm lykilhagsmunaaðila; fjármálamanna, framleiðenda, vörumerkja, félagasamtaka og stjórnvalda.

Vilja greiningaraðilarnir beina þeim tilmælum til hagsmunaaðila að mikilvægt sé að skapa umhverfi þar sem aðkallandi verkefni eru kynnt fjárfestum sem aðlaðandi – út frá áhættu og ávöxtunarsjónarmiði á áhrifamikinn en þó skiljanlegan hátt. Þetta sé nauðsynlegt til að mögulega verði meira flæði fjármögnunar beint í átt að þessum verkefnum kolefnislosunar – en því miður, eins og önnur dæmi eru um, hefðu aðgerðir þurft að hefjast mun fyrr.

Frekari hugmyndir að markmiðum

Verkefnið er ekki auðvelt. Í raun myndi þessi glansmynd fyrir fjárfesta tæplega virka, enda sjálfbærni aðfangakeðja sjaldnast talin fjárfestingartækifæri. Í stað þess væri heldur að lagðar yrðu stoðir undir breytingar sem við koma endurnýjanlegri orku, sjálfbærum starfsháttum og framleiðslu. Hér eru, í nokkrum skrefum, hugmyndir til að ná þessu markmiði:

Sjálfbær efni: Eitt af aðalskrefunum í átt að kolefnislosun tískuiðnaðarins eru breytingar í átt að sjálfbærari efnum en áður hafa verið. Þetta felur í sér að nota lífræna bómull, endurunnið pólýester, hamp og bambus svo dæmi séu nefnd. Auk þess geta rannsóknir og þróun vistvænna efna dregið enn frekar úr kolefnisfótspori iðnaðarins.

Hringrásarhagkerfi: Innleiðing hringlaga hagkerfis í tískuiðnaðinum getur dregið verulega úr kolefnislosun. Þetta felur í sér að hanna vörur til endurnotkunar, endurvinnslu og endurnýtingar, draga úr úrgangi og stuðla að lokuðu kerfi. Vörumerki geta tileinkað sér viðgerðarþjónustu og endursöluvettvang til að hvetja til hringlaga nálgunar neytenda.

Orkunýting: Tískuiðnaðurinn eyðir umtalsverðu magni af orku við framleiðslu, flutning, smásölu og þar fram eftir götunum. Að innleiða orkusparandi vinnubrögð, nota endurnýjanlega orkugjafa eins og sólar- og vindorku, hámarka flutninga á birgðakeðjunni og fjárfesta í orkusparandi vélum, getur hjálpað til við að draga úr kolefnislosun.

Vatnsnotkun: Tískuiðnaðurinn ber einnig ábyrgð á mikilli vatnsnotkun, bæði á bómullarökrum og í frekari vinnslu. Að taka upp vatnssparandi tækni, endurvinna vatn og í trefjaframleiðslunni, að nota ræktun sem heldur striki þó að til þurrka komi eru allt liðir sem geta hjálpað til við að draga úr vatnsfótspori iðnaðarins.

Gagnsæi og rekjanleiki: Að auka gagnsæi og rekjanleika í aðfangakeðjunni getur hjálpað til við að bera kennsl á svæði til úrbóta og hvetja til ábyrgra vinnubragða.

Vörumerki geta starfshætti sem gera þeim kleift að fylgjast með öllu framleiðsluferli frá hráefni til lokaafurðar, til að tryggja að sjálfbærum starfsháttum sé fylgt í gegn.

Breyting á hegðun neytenda: Að hvetja neytendur til að tileinka sér sjálfbærar tískuvenjur er lykilatriði til að draga úr kolefnislosun í greininni. Þetta felur í sér að efla meðvitaða neyslu, lengja líftíma fatnaðar og hvetja til kaupa á notuðum, endurnýttum eða vistvænum vörum.

Stefna og reglugerðir stjórnvalda:  Stjórnvöld geta gegnt mikilvægu hlutverki við að draga úr kolefnislosun í tískuiðnaðinum með því að innleiða stefnur og reglugerðir sem stuðla að sjálfbærni. Þetta felur í sér að setja markmið um kolefnislosun, veita hvata fyrir vistvæna starfshætti og framfylgja umhverfisstöðlum í greininni.

Samstarf og samvinna: Samstarf milli vörumerkja, smásala, birgja og annarra hagsmunaaðila getur hjálpað til við að flýta fyrir umskiptum í átt að sjálfbærum tískuiðnaði. Samstarf við rannsóknarstofnanir, sjálfseignarstofnanir og stefnumótendur geta knúið fram nýsköpun og auðveldað upptöku sjálfbærra starfshátta.

Að lokum má segja að kolefnislosun tískuiðnaðarins á heimsvísu sé möguleg með blöndu af tækniframförum, sjálfbærum starfsháttum og sameiginlegu átaki frá ýmsum hagsmunaaðilum.

Hins vegar krefst það verulegrar hugarfarsbreytingar, samvinnu og skuldbindingar allra hlutaðeigandi til að ná þessu markmiði.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...