Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornbók
Menning 13. desember 2023

Kornbók

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samlíf manns og korns, allt frá því er maðurinn tamdi kornið og kornið tamdi manninn, er umfjöllunarefni Åsmund Bjørnstad í bókinni Kornboka – brødets og ølets historie sem kom út árið 2021.

Hún kom nýlega út í danskri þýðingu og heitir Kornbogen – brødets og øllets historie.

Bókin er í stóru broti, hátt á fjórða hundrað síður og ríkulega myndskreytt að því er fram kemur í tilkynningu frá Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannssyni. „Framsetning og frásögn er lipur og ljós en þó víkur höfundur hvergi frá fræðilegri nákvæmni – hvort sem um er að ræða sagnfræði, grasafræði eða kynbótafræði korntegundanna. Skemmtun, fróðleikur og fegurð í einni bók og líka hin dularfullu tengsl manns og korns sem ekki verða með góðu móti skýrð.“

Við sögu koma bygg og hveiti, hafrar og rúgur, hrísgrjón og maís og líka hirsi. „Orðið korn er fyrst og fremst samheiti yfir þær tegundir grasættar er gefa af sér fræ sem nýtanlegt er til fóðurs og manneldis, en er hins vegar stundum notað yfir þá tegund í hverju landi sem algengust er. Þannig getur orðið korn merkt bygg á Norðurlöndum, hveiti í Englandi og maís í Norður- Ameríku.“

Åsmund Bjørnstad er prófessor emeritus í jurtakynbótum við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi.

Bókin fæst á vef danska forlagsins Hovedland eða á vefsíðunni dinboghandel.dk.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...