Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Leiklistarráðstefna í Retz
Menning 21. febrúar 2024

Leiklistarráðstefna í Retz

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tuttugasta og fimmta ráðstefna IDEA Drama / Theatre in Education verður haldin dagana 22. til 27. mars, í Retz, Austurríki, nú í 50. skipti.

IDEA (International Drama/ Theatre and Education Association) eru samtök einstaklinga og fagfélaga sem styðja og efla leiklist og fræðslu henni tengdri. IDEA er opið svæðisbundnum og alþjóðlegum samtökum sem og öðrum stofnunum, aðilum, tengslanetum, samtökum, menntastofnunum eða einstaklingum sem starfa við leiklist og menntun.

Um ræðir alþjóðlega leiklistarráðstefnu IDEA sem haldin hefur verið árlega nú í 50 ár. Munu fastagestir, sumir sem mætt hafa alveg frá upphafi, standa fyrir uppákomum eða fræða og gleðja gesti með minningum sínum.

Meginviðfangsefni ársins í ár hefur yfirskriftina: Samskipti & umhyggja – hvert barn skiptir máli, staður unga fólksins í heiminum eða Sharing&Caringevery child matters, The Place of Young People in our World á frummálinu. Litið er til þess að sérhver þátttakandi kynnir persónulegt sjónarhorn inn í heim leiklistar með reynslu sinni og menntun – sem á móti gerir ráðstefnuna bæði farsælli og fjölbreyttari.

Farið verður yfir ýmis málefni og línurnar lagðar fyrir næstu fimmtíu árin þar sem þátttakendur eru hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri með samvinnu og hugmyndaflæði. Vinnustofudagar eru á dagskrá, fyrirlestrar og kynningar – fjölbreytt leikhúslíf er í nánasta umhverfi og að sama skapi er víngerð rík í menningunni og því upplagt að kynna sér hana einnig að einhverju leyti.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu BÍL www. leiklist.is eða á síðunni www.ideadrama.org.

Skylt efni: leiklist

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...