Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ljóð Iðunnar og Braga
Menning 11. desember 2023

Ljóð Iðunnar og Braga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Félag ljóðaunnenda á Austurlandi (FlA) sendir nú frá sér tvær bækur.

Sú fyrri er í ritröðinni Austfirsk ljóðskáld, sú 23. í röðinni og innbundin að vanda, eftir Iðunni Steinsdóttur og ber nafnið Handan blárra fjalla. Hin síðarnefnda er kilja og heitir Leiðir hugann seiður og er
eftir Braga Björnsson.

Iðunn Steinsdóttir

Iðunn Steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 5. janúar 1940. Segir í kynningu á bókarkápu: „Foreldrar hennar voru Steinn Stefánsson skóla- og kórstjóri og Arnþrúður Ingólfsdóttir, húsfreyja og sagnakona. Iðunn er næstelst fimm systkina. Eftir nám í barna- og unglingaskóla fór hún til Akureyrar í menntaskóla en vann heima á sumrin sem talsímakona og í síldinni. Eftir stúdentspróf giftist hún Birni Friðfinnssyni skólabróður sínum. Eignuðust þau þrjú börn á fyrri hluta 7. áratugar og fóru síðan til Húsavíkur þar sem Björn varð bæjarstjóri. Á þeim árum fór Iðunn að setja saman texta fyrir söngvara og útgefendur. Seinna fluttu þau í Mývatnssveit þar sem hún fór að kenna. Hún kenndi svo við Laugarnesskólann þegar suður kom.

Árið 1982 kom út fyrsta af mörgum barnabókum Iðunnar. Í kjölfarið fylgdu svo leikrit sem hún skrifaði oft með Kristínu, yngri systur sinni. Einnig hefur Iðunn gefið út bækur fyrir fullorðna en ekki hefur bundið mál hennar komið út á bók áður.“ Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ritstörf sín.

Ættarmót á himni
Þar sem árdegið geymir sín gullroðnu ský
þar sem gleymt er allt veraldarstríð síðar hittumst við aftur og erum á ný saman öll líkt og forðum á tíð.
Þó að ómarnir hljóðni frá árunum fyr og með andblænum hverfi út í geim verður enginn sem harmar né eftir þeim spyr
því við öll verðum loks komin heim.
(bls. 17)

Caption
Bragi Björnsson

Bragi Björnsson frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð (1929–2011) var gott og afkastamikið ljóðskáld. Leiðir hugann seiður er önnur bókin sem FlA gefur út með ljóðum Braga og í bókinni birtist aðeins hluti af áður óprentuðum kveðskap hans.

Árið 2006 kom út bókin Laðar nótt til ljóða. Segir í kynningu að „Bæði þessi bókarheiti segja mikið um helsta áhugamál Braga sem var vísur og ljóð. Þessi seiður ríms og ljóðstafa leiddi hann frá daglegu amstri og áhyggjum á vit sköpunar og leiks að orðum og bragarháttum, hvort sem það var á dimmum stundum eða björtum. Í Leiðir hugann seiður eru yrkisefnin fjölbreytt, mannlífið í víðum skilningi og hin lifandi náttúra skipa þar heiðurssæti ásamt ljóðum um sögulegt efni.

Magnús Stefánsson bókaútgefandi segir standa til að gefa út aðra bók með ljóðum Braga á næsta ári. Í bókinni nú birtist ljóð sem Bragi orti á fyrri hluta ævinnar en á næsta ári verði um framhald að ræða.

Bragi var lengst af kunnari fyrir lausavísur sínar enda voru þær honum mjög tamar í daglegum samskiptum við vini og kunningja.

Auk eigin vísnagerðar var Bragi forfallinn lausavísnasafnari og skrifaði hjá sér allar þær vísur sem hann heyrði og mat prenthæfar og gjarnan tilefni þeirra ef það lá fyrir.

Laðar nótt til ljóða,
leiðir hugann seiður þangað,
enn sem angar engi, löngu gengin –
æsku spor (og óskir)
okkar, hlaðin þokka
geyma og engu gleyma.
Gaman var þar saman
að leik í rökkri reika.
– Runnar þegja kunna –
– Ástir átti í hjarta
æska, laus við græsku.

(af bókarkápu)

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...