Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Rommí!
Rommí!
Mynd / Aðsend
Menning 16. október 2023

Rommí

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikritið Rommí eftir Bandaríkjamanninn D.L. Coburn hefur skotið upp kollinum oftar en einu sinni og ávallt fengið mikið lof fyrir að vera jú akkúrat eins og leikrit eiga að vera!

Hugljúft, átakanlegt og sprenghlægilegt og höfðar í raun til allra aldurshópa. Átakanlegt gamanverk ef svo mætti segja.

Fjallar verkið um fólk sem komið er af léttasta skeiði, einstaklinga búsetta á elliheimili, en þau eiga það sameiginlegt að vera heldur óánægð með tilveruna – einmana, gömul og hálfbitur. Þau eiga þó það sameiginlegt að hafa gaman af því að grípa í spil og skemmta sér hið besta við þá iðju ... a.m.k. fyrst um sinn. Kemur ýmislegt upp úr kafinu er líður á spilamennskuna, bæði fljúga örvar Amors um loftið auk þess sem ýmis uppgjör fortíðar eru sett á borðið.

Hefur Leikfélag Kópavogs nú tekið verkið upp á sína arma og er áætlað að sýningar hefjist í októberlok. Sýnt verður í Leikhúsinu í Funalind 2 Kópavogi og miðasala verður á vefsíðunni www.kopleik.is/midasala/.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...