Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Safnasveinn á ferð og flugi
Menning 7. desember 2023

Safnasveinn á ferð og flugi

Höfundur: Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS.

Síðasta sumar setti Félag íslenskra safna og safnafólks í loftið skemmtilegt verkefni undir yfirskriftinni Söfnum söfnum.

Á vefsíðunni www.sofn.is getur fólk skráð sig og séð hversu stórt hlutfall safna, setra og sýninga á Íslandi það hefur heimsótt og sett sér markmið um að heimsækja fleiri. Enn er hægt að skrá sig á síðuna, merkja við söfn, setur og sýningar og sjá hvaða söfn er eftir að heimsækja og jafnvel skipuleggja skemmtileg ferðalög innanlands út frá því. Þetta gerði jólaálfurinn Safnasveinn einmitt um daginn og sá sér þá til mikillar skelfingar að hann hefur bara heimsótt örfá söfn á sinni stuttu ævi. Safnasveinn er af kyni hrekkjóttra jólaálfa sem ryðjast inn á heimili fólks í desember, gera þar alls konar óskunda, en yfirleitt er nú markmiðið að gleðja börnin á heimilinu með uppátækjunum.

Þessir jólaálfar eiga rætur í bandarískri barnabók sem kom út árið 2005, en þeir urðu í framhaldinu vinsælir bæði þar í landi og víða í Evrópu og fólk fór að mynda þá við alls konar strákapör. Jólaálfarnir eru kannski ekki óskyldir gömlu íslensku jólasveinunum sem voru einmitt þekktir fyrir ýmiss konar hrekki, ólæti og óspektir.

Í jóladagatali safnanna þetta árið kynnist fólk slíkum jólaálfi, honum Safnasveini, sem hefur ákveðið að safna söfnum í desember. Hann ferðast um landið vítt og breitt og heimsækir söfn. Á hverjum degi fram að jólum birtast myndir af álfinum og uppátækjum hans á nýju safni.

Myndirnar munu birtast á Facebook og Instagram síðu Félags íslenskra safna og safnafólks (www. facebook.com/safnmenn og Safnagrammid) og viljum við bjóða fólki að giska á hvar álfurinn er hverju sinni. Þetta er því skemmtileg þraut fyrir allt safnaáhugafólk, en einnig ný og skemmtileg leið fyrir fólk til að kynnast menningararfinum og skemmta sér yfir uppátækjum álfsins sem kemst örugglega víða í hann krappan í desember.

Við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með!

Skylt efni: söfnin í landinu

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...