Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tölvutæku hlaupaskór Puma fást nú endurútgefnir í takt við nýja tíma.
Tölvutæku hlaupaskór Puma fást nú endurútgefnir í takt við nýja tíma.
Menning 6. desember 2023

Vellíðunarstraumar smátitrara

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Einn helsti tjáningarmáti okkar mannkyns, fatnaður, á stóran þátt í því hvernig við förum út í daginn. Hvernig við lítum út hefur áhrif á sjálfstraustið auk þess sem hin ýmsu áreiti hafa áhrif á okkur þá bæði á já- og neikvæðan hátt.

En hvað ef hægt væri að finna á markaðinum fatnað sem bæri þann kost að geta breytt andlegu ástandi þess sem honum klæddist?

Með þetta í huga hafa vísindamenn nú í nokkur ár verið að þróa fatnað sem ber vinnuheitið Magic Lining og lítur allt út fyrir það að með ísaumuðum „smátitrurum“ sé hægt að efla skynjun og þá andlega líðan þegar klæði snertir húð. Gerðar voru tvær rannsóknir þar sem þátttakendur fengu að reyna tvær mismunandi frumgerðir fatnaðarins.

Rannsókn eitt

Fyrri rannsóknin bauð þátttakendum upp á að klæðast stakk, þöktum yfir tuttugu smátitrurum sem tengdir voru örstýringarborði Arduino Uno* og tölvu sem keyrir slíkan hugbúnað. Sköpuð voru fjögur mismunandi titringsmynstur, en í þessari fyrstu tilraun voru áhrif titrings könnuð á þrjú mismunandi svæði líkamans: handlegginn, miðju baksins og efra bakið – með tveimur mismunandi titringsmynstrum. Voru þátttakendur beðnir um að lýsa upplifun sinni og skynjun við hverja samsetningu fyrir sig.

Kom í ljós að titringsmynstur sem hófust á miðju bakinu og færðust út á við ollu líðan á borð við slökun, styrk og sjálfstraust auk þess sem margir nefndu að þeim liði eins og líkami þeirra væri gerður úr lofti eða vatni, jafnvel umlukinn öldum.

Öldu-upplifunin virtist sterk meðal þeirra sem greindu frá en kom í ljós að þegar titringurinn færðist inn á bakið í stað þess að fara út á við upplifðu viðmælendur sig þunga, stífa og kvíðafulla, í raun ófæra um að hreyfa sig óhindrað.

Rannsókn tvö

Seinni rannsókn Magic Lining klæðisins samanstóð af 25 titrurum á filtdúk, raðað í 20 x 20 cm átthyrning sem líktist kóngulóarvef. Með niðurstöður fyrri rannsóknarinnar í huga settu vísindamenn saman svokallað hugtakakort tilfinninga og upplifana auk þess að hanna þrjú ný mismunandi titringsmynstur sem þeir kölluðu vatn, ský og steina - og tvö textílefni. Var áætlað að þeir sem snertu efnin upplifðu tilfinningar á borð við eftirfarandi hugtök innan mynstranna þriggja: Vatn: flæði, ölduhreyfingar, lygnt og kalt. Ský: létt, mjúkt, hlýtt, notalegt, hægt og rólegt. Steinar: kuldi, stífleiki fágun, skarpt og þungt. 

Í þessari síðari rannsókn lagði hver þátttakandi hönd sína á filtdúkinn, upplifði titringsmynstrin þrjú og var niðurstaðan sú að fylgni væri á milli þess sem efnin létu einstaklingunum líða og hugtakanna.

Má segja að þarna sjáist einnig fylgni þeirra ýmsu áreita sem hafa áhrif á okkur í daglegu samhengi og hvernig hægt sé að nýta þau til vellíðanlegra hagsbóta hvers og eins.

Uppsett fyrsta tilraun Magic Lining klæðisins.

Tölvutækir hlaupaskór hannaðir árið ́86

En þessi rannsókn er ekki sú eina sinnar tegundar og alls ekki sú fyrsta. Má nefna að stór- fyrirtækin Puma og Adidas hafa staðið í slíkri tilraunastarfsemi síðan á níunda áratugnum og til gamans geta þess að um jólaleytið árið 2018 endurútgaf Puma tölvutæku hlaupaskóna sína frá níunda áratugnum.

Árið 1986 kynnti fyrirtæki Puma semsé RS-Computer hlaupaskóna sína, sem bjuggu yfir stafrænum skrefamæli í hælunum og gátu tengst Apple IIe eða Commodore 64 tölvum þeirra sem áttu þvílíkar gersemar.

Endurútgáfa Puma hlaupaskónna felur þó í sér þann munað að þá má hlaða með USB og geta þeir tengst farsímanum í gegnum Bluetooth. Aukið minni, LED ljós og endurhlaðanlegar lithíum rafhlöður fylgja einnig með skónum.

RS-Computer hlaupaskór níunda áratugarins.

Allir í stuði

Tækni rafvæddrar vefnaðarvöru þróast því og færist sífellt í aukana en það má spyrja sig hvernig veröld það verður ef skapferli okkar og líðan ákvarðast af rafstraumum.

Þó má hugga sig við það að yfir árin hefur raflækning þekkst sem meðferð, gagnleg hinum ýmsu geðsjúkdómum, líkt og smátitrararnir rafhlöðnu, hresst upp á geðið ef vel vill vera. Þá er veikum rafstraumi beint í gegnum höfuðið (sjálfsagt aðeins meira en titringnum sem hleypt er út um örflögur efnastranganna) en sá straumur hefur áhrif á efnaskipti heilans á jákvæðan hátt. Hefur þessari meðferð verið beitt í meira en 70 ár og framkvæmd hennar tekið miklum framförum yfir þann tíma.

Því má nærri geta að velllíðunarstraumar smátitraranna eigi eftir að gleðja okkur mannkynið æ meira eftir því sem árin líða.

Kannski spurning hvort maður hugsi með sér á morgnana í framtíðinni – hmm ... ætti ég að fara í þunglyndisdressið í dag? Eru ekki gleðibuxurnar óhreinar?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...