Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„... helgasta efnið sem hjartað elur“
Menning 4. júlí 2023

„... helgasta efnið sem hjartað elur“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá ungu ljóðskáldi sem heitir ágúst(a).

Ljóðskáldið ágúst(a).

Regína bókaútgáfa gaf út ljóðabókina Hrjóstugt hálfsumarland 2022 og er það fyrsta bók höfundar sem skrifaði ljóðin á nítjánda aldursári í alvarlegum veikindum en er í dag 26 ára. Í bókinni er að finna um 200 íslensk nýyrði og hefur Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur lýst ljóðskáldinu sem „nýrri dúndurrödd“ og að ljóðin búi yfir einstökum „tilfinningahita og orðkynngi“.

Í lýsingu útgefanda segir: „Fyrst var ungskáldið keðjulaus drengur; svo kom heiftúð helsærðrar fjölskyldunnar og félagsleg einangrun, þar á eftir skömm og líkamleg veikindi, þeim næst hugarmengun og síðast sjálfsvígsskylt bjargarþrot, eins og skáldið lýsir best: „ég er þokubundið stöðuvatn / ég er hrjóstugt hálfsumarland. Leitin að heilun og hlýju stigmagnast í síðasta kaflanum; andakt í garð ungrar konu og kvenleikans gjörvalls ríkir („í griðanótt / held ég stálfast um þig“) og þannig örlar kannski á varkáru æðruleysi, þrátt fyrir allt.“

Hrjóstugt hálfsumarland er heillandi bók, mjög nærgöngul og sár en um leið full af andríki. 

Ljóðin sem hér birtast eru úr kaflanum brennimarksljóð.

nánd í náttdaggarhögum

i.
rauðsóllituð kvöld
hringast upp rósgróna stigann
alskugglaus æska, fæðingarhvít

ég man öll danssporin þín
alheimsþorstann
heysátuna
aldingarðinn
dúnalognið
huldufólksbyggðina, vegina þeirra
almættið í lófa mér
undirleitt alnættið
nafnlausir akrar plægðir
nánd í náttdaggarhögum

þreyttur bóndi reytti arfa
úr djúpri mold í mátulegum fjarska
hvítfuglar um myrkgleyminn
kannski föður blámann
suðurland, stúlkuland, ljóðaland
þú varst ég
ég var þú
við vorum nánd í náttdaggarhögum

ii.
innst inní grasinu grétum við
allslífsnautnina
sem sönglaði glatt þetta sumar í hverri
suðurlandsnáttu
tær eins og lindarvatnið, nautnin tær
eins og lindartárin
í hverjum einasta móvindótta hesti á
beit og brjóstrauða farfugli
í hverri einustu heyrúllu og fljúgandi
hvítri vonóvon
þar lifði allslífsnautnin sem okkur var gefin
og gefin aðeins einu sinni

í okkur lifði sú græðislind, til þess eins
að deyja
um gullsólardagana þegar helgasta
efnið sem hjartað elur
holdgaðist í þér og brosti eitt
stundarkorn að mér

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...