Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020
Fréttir 27. maí 2020

105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Atvinnuvega- og ný­sköpun­ar­­ráðuneytið fékk 105 umsóknir  um fjárfestingarstuðning í nautgriparækt vegna fram­kvæmda á árinu 2020 í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Af þeim voru 44 nýjar umsóknir og 61 framhaldsumsókn fyrir fram­kvæmdum sem hófust 2018 eða 2019. 
 
Heildarkostnaður við framkvæmdir nautgripabænda sem veittur er stuðningur fyrir á árinu 2020 er um 4,4 milljarðar króna. Til úthlutunar eru kr. 210.711.784 samkvæmt fjárlögum ársins. Styrkhlutfall reiknast því um 4,7% af heildarkostnaði sem er heldur hærra en síðasta ár. Hæsti áætlaði styrkur er kr. 10.330.146 en lægsti styrkur kr. 52.389. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjárfestingarstuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar árið 2017 með innleiðingu nýrra búvörusamninga.  Umsækjendur geta nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl þar sem stendur bréf. 
Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...