Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gamli og nýi tíminn mætast. Hérna má sjá langfeðgana Jón Ingileifsson og Jón Ingileifsson frá Svínavatni. Upphaf vélaútgerðar á Svínavatni má rekja til Ferguson eins og á myndinni, en nýjasta viðbótin í vélaflotann er stærsta jarðýta landsins, Liebherr PR776.
Gamli og nýi tíminn mætast. Hérna má sjá langfeðgana Jón Ingileifsson og Jón Ingileifsson frá Svínavatni. Upphaf vélaútgerðar á Svínavatni má rekja til Ferguson eins og á myndinni, en nýjasta viðbótin í vélaflotann er stærsta jarðýta landsins, Liebherr PR776.
Mynd / Sigurbjörg Ingvarsson
Fréttir 11. júlí 2022

70 ára þróun vélaútgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Jón Ingileifsson hóf sinn verktakaferil á Ferguson dráttarvél sem kom að Svínavatni fyrir 70 árum þegar hann var í kringum 15 ára aldur.

Að sögn Ingileifs, sonar Jóns, var sú vél fyrsta vélknúna tækið sem kom að bænum, en fram að því var allt unnið með handafli. Fljótlega eftir að vélin kom byrjaði Jón að nýta hana í hin og þessi verkefni í sveitinni. Fyrst var keyptur á hana tætari og síðar ámoksturstæki.

Tilkoma þessarar vélar var upphafið að því að Jón kæmi að vélaútgerð og námugreftri, en hann mokaði með henni steypumöl á vörubíla. Hann hefur starfað við vélavinnu alla sína tíð og fór Ingileifur sonur hans að vinna hjá honum þegar hann hafði aldur til og fór svo í vélaútgerð sjálfur. Núna 70 árum síðar er sonarsonur Jóns og nafni kominn í vélabransann með pabba sínum og afa.

Fyrir skemmstu fjárfesti fyrirtæki Ingileifs í stærstu jarðýtu landsins sem hefur verið tekin í notkun í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Af því tilefni var meðfylgjandi mynd tekin sem sýnir hvernig þróunin í vélaútgerðinni hefur verið á ekki skemmri tíma.

Umrædd vél er af gerðinni Liebherr PR776 og er keypt í gegnum Rúkó vinnuvélar. Samkvæmt Kristófer S. Snæbjörnssyni, sölustjóra hjá Rúkó, er vélin 75 tonn, 786 hestöfl og ýtir tönnin 22 rúmmetrum.

Kristófer vildi ekki að það kæmi fram nákvæmt verð á vélinni, en það er hægt að kaupa einbýlishús í úthverfi fyrir svipaða upphæð.

Skylt efni: jarðýta | vélaútgerð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...