Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gamli og nýi tíminn mætast. Hérna má sjá langfeðgana Jón Ingileifsson og Jón Ingileifsson frá Svínavatni. Upphaf vélaútgerðar á Svínavatni má rekja til Ferguson eins og á myndinni, en nýjasta viðbótin í vélaflotann er stærsta jarðýta landsins, Liebherr PR776.
Gamli og nýi tíminn mætast. Hérna má sjá langfeðgana Jón Ingileifsson og Jón Ingileifsson frá Svínavatni. Upphaf vélaútgerðar á Svínavatni má rekja til Ferguson eins og á myndinni, en nýjasta viðbótin í vélaflotann er stærsta jarðýta landsins, Liebherr PR776.
Mynd / Sigurbjörg Ingvarsson
Fréttir 11. júlí 2022

70 ára þróun vélaútgerða

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Jón Ingileifsson hóf sinn verktakaferil á Ferguson dráttarvél sem kom að Svínavatni fyrir 70 árum þegar hann var í kringum 15 ára aldur.

Að sögn Ingileifs, sonar Jóns, var sú vél fyrsta vélknúna tækið sem kom að bænum, en fram að því var allt unnið með handafli. Fljótlega eftir að vélin kom byrjaði Jón að nýta hana í hin og þessi verkefni í sveitinni. Fyrst var keyptur á hana tætari og síðar ámoksturstæki.

Tilkoma þessarar vélar var upphafið að því að Jón kæmi að vélaútgerð og námugreftri, en hann mokaði með henni steypumöl á vörubíla. Hann hefur starfað við vélavinnu alla sína tíð og fór Ingileifur sonur hans að vinna hjá honum þegar hann hafði aldur til og fór svo í vélaútgerð sjálfur. Núna 70 árum síðar er sonarsonur Jóns og nafni kominn í vélabransann með pabba sínum og afa.

Fyrir skemmstu fjárfesti fyrirtæki Ingileifs í stærstu jarðýtu landsins sem hefur verið tekin í notkun í Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli. Af því tilefni var meðfylgjandi mynd tekin sem sýnir hvernig þróunin í vélaútgerðinni hefur verið á ekki skemmri tíma.

Umrædd vél er af gerðinni Liebherr PR776 og er keypt í gegnum Rúkó vinnuvélar. Samkvæmt Kristófer S. Snæbjörnssyni, sölustjóra hjá Rúkó, er vélin 75 tonn, 786 hestöfl og ýtir tönnin 22 rúmmetrum.

Kristófer vildi ekki að það kæmi fram nákvæmt verð á vélinni, en það er hægt að kaupa einbýlishús í úthverfi fyrir svipaða upphæð.

Skylt efni: jarðýta | vélaútgerð

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...