Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Mynd / HKr.
Fréttir 11. apríl 2019

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019, leggst alfarið gegn fyrirhugaðri stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Tilgangur og þörf stofnunar þjóðgarðsins sé  óljós en fyrir liggi að hún getur ógnað nytjarétti landeigenda. 

Þá er þess krafist að eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands séu virt þegar kemur að gerð frumvarpa um þjóðgarða, eða breytingum á náttúruverndarlögum sem kunna að ganga í berhögg við eðlileg réttindi landeigenda. 

Í greinargerð með samþykkt fundarins segir:

„Fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum þar sem almannaréttur er útvíkkaður, þannig að landeigendum eru enn frekar settar hömlur á að stjórna umferð um sitt land, ganga í berhögg við eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands. Allar slíkar tillögur og líka þær er varða þjóðgarða verður að kynna vel og vinna í samráði við hagsmunaaðila. Bændur eru þar stærsti hópurinn og eðlilegt að sérstaklega sé horft til þeirra í þessu samhengi.“  

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...