Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur afhendir hér Ágústi sveitarstjóra áfangaskýrsluna, sem er í tveimur bindum. Hægt er að lesa skýrslurnar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is
Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur afhendir hér Ágústi sveitarstjóra áfangaskýrsluna, sem er í tveimur bindum. Hægt er að lesa skýrslurnar á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is
Mynd / Aðsend
Fréttir 24. júní 2020

Aðalskráningu lokið á fornminjum í Rangárþingi ytra

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á dögunum kom Kristborg Þórsdóttir fornleifafræðingur færandi hendi í stjórnsýsluhúsið á Hellu með tveggja binda áfangaskýrslu um næstsíðasta áfanga fornleifaskráningu í Rangárþingi ytra. 
 
Í henni er fjallað um minjar á jörðum í efri hluta Landsveitar á um 700 síðum. Meðal þess sem komið hefur í ljós í þeirri skráningu er fjöldi áður óþekktra bæjarstæða frá víkingaöld, má sem dæmi nefna tóftaþyrpinguna í landi Árbakka, auk víkingaaldarbæjarstæða í landi Lunansholts og Holtsmúla (nú Skeiðvalla). 
 
Þessar fornu minjar eru hluti af mörgum þúsundum minja sem skráðar voru í sveitarfélaginu af Fornleifastofnun Íslands á árunum 2006–2015. „Það er frábært og við getum verið mjög stolt af því að hafa lokið þessari fyrstu umferð fornleifaskráningar sem er undirstaða þess að hægt sé að vinna frekari rannsóknir á menningararfi svæðisins og stuðlað að varðveislu hans fyrir komandi kynslóðir,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...