Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Fréttir 7. júlí 2021

Afhendingaröryggi eykst með öflugustu stöðinni í dreifikerfi RARIK

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ný og stærri aðveitustöð RARIK á Sauðárkróki hefur verið tekin í notkun og var spennusett frá flutningskerfi Landsnets í byrjun júní. Hún verður jafnframt öflugasta aðveitustöðin í dreifikerfi RARIK. Um leið eykst til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Dreifikerfi RARIK í Skagafirði tengist flutningskerfi Landsnets bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fram til þessa hefur afhendingin á Sauðárkróki verið um einfalda línu Landsnets, en fer nú um tvær tengingar frá tengivirkinu í Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK tengist dreifikerfinu síðan um þrjá aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um er að ræða framkvæmdir fyrir um 370 milljónir. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK.

Stærri og fleiri spennar

Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki eru fleiri og öflugri spennar en fyrir voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt verður að reka innanbæjarkerfið á Sauðárkróki og sveitirnar í kring á hvorum hinna stóru spenna fyrir sig og má því segja að komin sé tvöföld tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin er með tenging við aðveitustöðina í Varmahlíð. Þar er nú verið að setja hluta Glaumbæjarlínu í jörð.

Rafmagnsleysi heyrir sögunni til

Undirbúningur þessa verks hefur staðið lengi og verið í góðu samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn var prufukeyrður með góðum árangi áður en spennu var hleypt á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er nýr jarðstrengur sem tengist nýju tengivirki Landsnets í Varmahlíð og í kjölfarið var nýja tengivirkið á Sauðárkróki spennusett. Samhliða þessu hefur RARIK endurnýjað nánast allan búnað sinn í tengivirkinu í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu 2 hefur 66kV jarðstrengur verið lagður til viðbótar 66kV loftlínu sem fyrir var og því ættu óveður ekki lengur að valda rafmagnsleysi á svæðinu. Spennusetning nýrrar og stærri aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki er síðan þriðji hlekkurinn í þessari endur­bóta­keðju.

Ánægjulegur áfangi

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir á vefsíðu félagsins að endurbæturnar í Skagafirði séu ánægju­legur áfangi í auknu afhend­ingar­öryggi raforku á svæðinu.

„Það hefur verið vaxandi orkuþörf í takti við aukna uppbyggingu í Skagafirði og því mikilvægt að styrkja orkuflutning og dreifingu á svæðinu, en ekki síður að auka afhendingaröryggið. Við vonum að truflanir á raforkuafhendingu heyri brátt til algjörra undantekninga en þær hafa verið of algengar á síðustu árum. Því er ástæða til að óska Skagfirðingum til hamingju á þessum tímamótum,“ segir Tryggvi Þór.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...