Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Fréttir 7. júlí 2021

Afhendingaröryggi eykst með öflugustu stöðinni í dreifikerfi RARIK

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ný og stærri aðveitustöð RARIK á Sauðárkróki hefur verið tekin í notkun og var spennusett frá flutningskerfi Landsnets í byrjun júní. Hún verður jafnframt öflugasta aðveitustöðin í dreifikerfi RARIK. Um leið eykst til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Dreifikerfi RARIK í Skagafirði tengist flutningskerfi Landsnets bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fram til þessa hefur afhendingin á Sauðárkróki verið um einfalda línu Landsnets, en fer nú um tvær tengingar frá tengivirkinu í Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK tengist dreifikerfinu síðan um þrjá aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um er að ræða framkvæmdir fyrir um 370 milljónir. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK.

Stærri og fleiri spennar

Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki eru fleiri og öflugri spennar en fyrir voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt verður að reka innanbæjarkerfið á Sauðárkróki og sveitirnar í kring á hvorum hinna stóru spenna fyrir sig og má því segja að komin sé tvöföld tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin er með tenging við aðveitustöðina í Varmahlíð. Þar er nú verið að setja hluta Glaumbæjarlínu í jörð.

Rafmagnsleysi heyrir sögunni til

Undirbúningur þessa verks hefur staðið lengi og verið í góðu samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn var prufukeyrður með góðum árangi áður en spennu var hleypt á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er nýr jarðstrengur sem tengist nýju tengivirki Landsnets í Varmahlíð og í kjölfarið var nýja tengivirkið á Sauðárkróki spennusett. Samhliða þessu hefur RARIK endurnýjað nánast allan búnað sinn í tengivirkinu í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu 2 hefur 66kV jarðstrengur verið lagður til viðbótar 66kV loftlínu sem fyrir var og því ættu óveður ekki lengur að valda rafmagnsleysi á svæðinu. Spennusetning nýrrar og stærri aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki er síðan þriðji hlekkurinn í þessari endur­bóta­keðju.

Ánægjulegur áfangi

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir á vefsíðu félagsins að endurbæturnar í Skagafirði séu ánægju­legur áfangi í auknu afhend­ingar­öryggi raforku á svæðinu.

„Það hefur verið vaxandi orkuþörf í takti við aukna uppbyggingu í Skagafirði og því mikilvægt að styrkja orkuflutning og dreifingu á svæðinu, en ekki síður að auka afhendingaröryggið. Við vonum að truflanir á raforkuafhendingu heyri brátt til algjörra undantekninga en þær hafa verið of algengar á síðustu árum. Því er ástæða til að óska Skagfirðingum til hamingju á þessum tímamótum,“ segir Tryggvi Þór.

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...