Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Væntanlegur meðferðarkjarni Landsspítalans.
Væntanlegur meðferðarkjarni Landsspítalans.
Fréttir 24. maí 2019

Afnám frystiskyldu taki ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni Landsspítalans er tilbúinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í umsögn Læknafélags Íslands við frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar­ráðherra, þar sem lagt er til að heimilt verði að flytja inn ófryst kjöt til landsins, segir að næsta sé víst að afnám frystiskyldu muni auka líkurnar á því að fjölónæmar og nær alónæmar bakteríur berist hingað til lands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lýðheilsu, manna og bústofna.

Sýklalyfjaónæmi og hröð útbreiðsla baktería sem nær engin sýklalyf vinna á er á meðal alvarlegustu heilsuvár sem að mannkyni stafar í dag.

Þar segir einnig að Læknafélagið telji óábyrgt að slaka á núverandi matvælalöggjöf og frystiskyldu matvæla þar til viðunandi innviðir heilbrigðiskerfisins til að bregðast við aukinni útbreiðslu fjölónæmra baktería hafa verið styrktir. Telur stjórn LÍ mikilvægt að afnámið verði ekki víðtækara en þörf krefur og öðlist ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkinga af völdum fjöl- eða alónæmra baktería hefur verið tekin í notkun.

Bæta þarf merkingar og ábyrgð innflytjenda þarf að vera skýr

Í umsögninni segir að ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á að tryggja heilnæmi vörunnar þarf að vera ótvíræð og skýrt kveðið á í lögunum ásamt viðurlögum ef útaf er brugðið.

Læknafélagið telur að þó lagalegar skuldbindingar Íslands vegna EES-samningsins bendi til að afnema þurfi frystiskyldu á innfluttu kjöti telur stjórn LÍ mikilvægt að afnámið verði ekki víðtækara en þörf krefur.

Gera þarf landsmönnum grein fyrir þeirri áhættu sem felst í neyslu innfluttra landbúnaðarafurða.

Bæta þarf allar merkingar á innfluttu kjöti ekki síst hvað varðar lyfjanotkun í umræddri framleiðslu eða upprunalandi vörunnar. Gera þarf strangar kröfur um lekaheldar umbúðir, meðferð vörunnar og flutningsleiðir.

Bæta þarf allar merkingar á innfluttu kjöti ekki síst hvað varðar lyfjanotkun í umræddri framleiðslu eða upprunalandi vörunnar.

Umsögn stjórnar Læknafélags Íslands

Í umsögninni segir að stjórn Læknafélags Íslands hafi rætt ofangreint frumvarp og samþykkti á fundi sínum 20. maí síðast liðinn að koma eftirfarandi ábendingum og athugasemdum á framfæri við frumvarpið.

Sýklalyfjaónæmi og hröð útbreiðsla baktería sem nær engin sýklalyf vinna á er á meðal alvarlegustu heilsuvár sem að mannkyni stafar í dag. Með afnámi frystiskyldu á innfluttu kjöti og auknum innflutningi eykst hættan á því að bakteríur ónæmar fyrir flestum sýklalyfjum nái útbreiðslu í samfélaginu og geti borist með matvælum í menn. Hlutfall slíkra baktería hérlendis í dag er með því

lægsta sem þekkist. Útbreiðsla þeirra á meðal einkennalausra bera og umbreytingu á bakteríuflóru í samfélaginu er hvarvetna vaxandi áhyggjuefni. Slíkar bakteríur gerast æ algengar í búfé og matvælum í nágrannalöndum okkar. Hætt er við og næsta víst að afnám frystiskyldu muni auka líkurnar á því að þessar fjölónæmu og nær alónæmu bakteríur berist hingað til lands með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lýðheilsu, manna og bústofna. Rétt er að benda sérstaklega á viðkvæma sjúklingahópa sem eru með veiklað ónæmiskerfi af völdum sjúkdóma eða vegna meðferðar við alvarlegum sjúkdómum.

LÍ vill af þessu tilefni benda á að innviðir og möguleikar heilbrigðiskerfisins til að bregðast við sýkingum afvöldum fjöl- og nær-alónæmra baktería eru mun takmarkaðri en annarra EES landa. Skal þar sérstaklega bent á takmarkaða möguleika til einangrunarvistunar sjúklinga á meðan meðferð stendur. Eitt af meginmarkmiðum með byggingu nýs meðferðarkjarna og bráðamóttöku Landspítala er einmitt að skapa aðstöðu til að geta tekist á við slíkar alvarlegar sýkingar af völdum fjöl- og næralónæmra baktería og tengd heilbrigðisvandamál um leið og að hindra útbreiðslu þeirra ef upp koma í samfélaginu. LÍ telur því óábyrgt að slaka á núverandi matvælalöggjöf og frystiskyldu matvæla þar til viðunandi innviðir heilbrigðiskerfisins til að bregðast við aukinni útbreiðslu fjölónæmra baktería hafa verið styrktir.

Verði frumvarp þetta að lögum þarf að grípa til mótvægisaðgerða sem felast i því að gera landsmönnum grein fyrir þeirri áhættu sem felst í neyslu innfluttra landbúnaðarafurða. Bæta þarf allar merkingar á innfluttu kjöti ekki síst hvað varðar lyfjanotkun í umræddri framleiðslu eða upprunalandi vörunnar. Gera þarf strangar kröfur um lekaheldar umbúðir, meðferð vörunnar og flutningsleiðir.

Mikilvægt er að aðgerðaáætlun Ríkisstjórnarinnar um sýklalyfjaónæmi (undirrituð 8.2.19), í samræmi við greinargerð starfshóps um sýklalyfjaónæmi verði fylgt eftir og tryggt að nái fram að ganga sem fyrst.

Áður en breyting á matvælalöggjöfinni öðlast gildi þarf að vera fyrir hendi vel skilgreind viðbragðsáætlun þegar nær-alónæmar eða alónæmar bakteríur greinast og heimildir til að stöðva dreifingu. Ábyrgð framleiðanda og innflytjanda á að tryggja heilnæmi vörunnar þarf að vera ótvíræð og skýrt kveðið á í lögunum ásamt viðurlögum ef útaf er brugðið.

Tryggja þarf að mótvægis­aðgerðir verði útfærðar og fjármagnaðar að fullu strax við gildistöku laganna. Fram kemur í greinargerð að ekki sé gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins vegna eflingar á opinberri sýnatöku. LÍ telur að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir kostnaði við þessar aðgerðir og útfærslu þeirra og setja þegar í stað í gang vinnu þar að lútandi.

Þó lagalegar skuldbindingar Íslands vegna EES-samningsins bendi til að afnema þurfi frystiskyldu á innfluttu kjöti telur stjórn LÍ mikilvægt að afnámið verði ekki víðtækara en þörf krefur og nái þá einungis til innflutnings á fersku kjöti frá öðru EES-landi, og öðlist ekki gildi fyrr en nýr meðferðarkjarni og bráðamóttaka Landspítalans, með fullnægjandi aðstöðu til að bregðast við útbreiðslu sýkinga af völdum fjöl- eða alónæmra baktería hefur verið tekinn í notkun.

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...