Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Afnám tolla á fatnaði og skóm skilar sér ekki
Fréttir 10. maí 2016

Afnám tolla á fatnaði og skóm skilar sér ekki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í upphafi árs voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytis átti afnámið að skila að meðaltali 13% verðlækkun til neytenda á þeim vörum sem áður báru tolla.

Í frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir að áætlað hafi verið að um 60% vara í vöruflokknum bæru toll fyrir breytingarnar. Því má áætla að afnám tolla af fötum og skóm ætti að skila um 7,8% lækkun á fötum og skóm í vísitölu neysluverðs.  

Í meðfylgjandi línuriti, sem birt er á heimasíðu ASÍ, má sjá hvernig verð á fatnaði og skóm hefur þróast samkvæmt vísitölu neysluverðs frá því í upphafi árs 2014 þar til í apríl 2016. Eins og sjá má eru árstíðarsveiflur í verði á fötum og skóm verulegar í kringum sumar- og vetrarútsölur.  Þegar vísitalan er skoðuð nú í apríl m.v. lok árs 2015 má sjá að hún hefur aðeins lækkað um 4% sem er allt of lítið miðað við áætlun verðlagseftirlitsins.

Eins og staðan er núna á vísitölunni má sjá að verslanirnar hafa hækkað verð aftur eftir útsölur og það töluvert meira en gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt útreikningum verðlagseftirlitsins hefði vísitalan átt að enda í um 100 og vera því á sama stað og í janúar 2014.

Til viðbótar við afnám tolla hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið sem hefði átt að ýta undir enn frekari lækkun á fötum og skóm sem eru að mestu leyti innfluttar vörur. Þess vegna er niðurstaða verðlagseftirlitsins sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnáminu að fullu.

Verðlagseftirlitið mun halda áfram að fylgjast með þróun verðlags til að sjá hvort að afnáminu verði skilað að fullu til neytenda.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...