Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi
Fréttir 30. desember 2020

Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Friedrich Loeffler-stofnunin í Þýskalandi gaf út þann 1. nóvember síðastliðinn að staðfest væru 123 smit afrísku svínapestarinnar í villisvínum, aðallega á tveim svæðum í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Daginn eftir, eða 2. nóvember, greindi þýska landbúnaðarráðuneytið frá því að villisvín sem var drepið í nágrannaríkinu Saxoy hafi verið smitað af afrísku svínapestinni. Smit hafði samt ekki borist í alisvínastofninn í Þýskalandi.

Julia Klöckner, land­búnaðar­ráðherra Þýskalands, staðfesti þann 10. september að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni (ASF) hafi fundist í landinu 9. september. Þá hafði fundist hræ af smituðum villigelti í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands. Smittilfellið í Saxoy í byrjun nóvember var í Efri-Lusatia í Görlitz héraði. Sveit sérfræðinga var þegar kölluð til, enda hafði veikin þá verið að breiðast frekar út í Brandenburg. Farið var í að setja upp rafmagnsgirðingar til að hefta enn frekari útbreiðslu í Saxoy, en rafmagnsgirðingar sem settar voru upp í Brandenburg virðast ekki hafa dugað til að stöðva útbreiðslu veikinnar.

Þjóðverjar sem flytja að jafnaði mikið út af svínakjöti hafa fundið illilega fyrir banni á útflutningi til 10 landa utan Evrópusambandsins. Kemur þetta til viðbótar erfiðleikum sem þýskir bændur hafa þurft að glíma við vegna COVID-19.

Skylt efni: afrísk svínapest

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...