Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Fréttir 11. febrúar 2020

Afríska svínapestin finnst nú í níu ríkjum Evrópusambandsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afríska svínapestin (ASF) heldur áfram að breiðast um ríki Evrópu­sambandsins samkvæmt upplýsingum  Matvæla­öryggis­stofnunar Evrópu (EFSA). 
 
Greint var frá nýrri úttekt EFSA fimmtudaginn 30. janúar. Í skýrslunni, sem fjallar um tímabilið nóvember 2018 til október 2019, kom í ljós að sjúkdómurinn hafði  hægt og rólega verið að flytjast yfir ESB-löndin, aðallega í suðvesturátt. Alls hefur smitið borist til níu landa innan ESB. Þar má nefna Pólland, Lettland, Litháen, Eistland, Slóvakíu, Belgíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjaland.
 
Í skýrslunni kom hins vegar einnig í ljós að Tékkland er nú opinberlega laust við ASF-veiruna, þó að sjúkdómurinn hafi verið staðfestur í nágrannalandinu Slóvakíu sem var hluti af gömlu Tékkóslóvakíu. 
 
Tíðni sjúkdómsins reynist vera mjög mismunandi milli aðildarríkjanna. Margir þættir virðast hafa áhrif á það, eins og fjöldi alisvína, landfræðilegar aðstæður og hegðun villisvínastofnsins á viðkomandi svæðum. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru „bakgarðsræktendur“ svína í mesta áhættuhópnum. Svín sem fólk er að ala upp í bakgarðinum hjá sér eða á túnum eru ekki í afmörkuðu og stýrðu umhverfi eins og er á svínabúunum. Því eru svínin óútreiknanlegri og erfiðara að koma í veg fyrir að þau smitist t.d. af villtum svínum. 
 
Í skýrslunni er bent á leiðir til að forðast smit. Þær ráðleggingar fela m.a. í sér að setja upp varnagirðingar og auka eftirlit með villisvínum. Slíkar ráðstafanir hafa gefið góðan árangur eins og í Belgíu. 
 
Enn sem komið er hafa ekki verið til nein bóluefni gegn ASF-vírusnum, en það kann að standa til bóta.
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...