Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Afríska svínapestin hefur borist milli landa, m.a. með villisvínum og flutningi á hráu kjöti.
Fréttir 11. febrúar 2020

Afríska svínapestin finnst nú í níu ríkjum Evrópusambandsins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afríska svínapestin (ASF) heldur áfram að breiðast um ríki Evrópu­sambandsins samkvæmt upplýsingum  Matvæla­öryggis­stofnunar Evrópu (EFSA). 
 
Greint var frá nýrri úttekt EFSA fimmtudaginn 30. janúar. Í skýrslunni, sem fjallar um tímabilið nóvember 2018 til október 2019, kom í ljós að sjúkdómurinn hafði  hægt og rólega verið að flytjast yfir ESB-löndin, aðallega í suðvesturátt. Alls hefur smitið borist til níu landa innan ESB. Þar má nefna Pólland, Lettland, Litháen, Eistland, Slóvakíu, Belgíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Ungverjaland.
 
Í skýrslunni kom hins vegar einnig í ljós að Tékkland er nú opinberlega laust við ASF-veiruna, þó að sjúkdómurinn hafi verið staðfestur í nágrannalandinu Slóvakíu sem var hluti af gömlu Tékkóslóvakíu. 
 
Tíðni sjúkdómsins reynist vera mjög mismunandi milli aðildarríkjanna. Margir þættir virðast hafa áhrif á það, eins og fjöldi alisvína, landfræðilegar aðstæður og hegðun villisvínastofnsins á viðkomandi svæðum. 
 
Samkvæmt skýrslunni eru „bakgarðsræktendur“ svína í mesta áhættuhópnum. Svín sem fólk er að ala upp í bakgarðinum hjá sér eða á túnum eru ekki í afmörkuðu og stýrðu umhverfi eins og er á svínabúunum. Því eru svínin óútreiknanlegri og erfiðara að koma í veg fyrir að þau smitist t.d. af villtum svínum. 
 
Í skýrslunni er bent á leiðir til að forðast smit. Þær ráðleggingar fela m.a. í sér að setja upp varnagirðingar og auka eftirlit með villisvínum. Slíkar ráðstafanir hafa gefið góðan árangur eins og í Belgíu. 
 
Enn sem komið er hafa ekki verið til nein bóluefni gegn ASF-vírusnum, en það kann að standa til bóta.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...