Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Albatrosum fækkar
Fréttir 27. mars 2019

Albatrosum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaáhugamenn og aðrir um­­hverfis­sinnar segja að af 22 tegundum albatrosa í heiminum séu 15 í útrýmingarhættu. Megin­ástæða þess er sögð vera að fuglarnir veiðist sem meðafli lang­línubáta.

Upplýsingar frá gervihnöttum sýna að albratrosum í heiminum fækkar stöðugt og að fjöldi fuglanna veiðist á línu túnfiskveiðibáta og annarra langlínubáta. Talið er að innann við 15% langlínubáta geri þær varúðarráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að fuglarnir veiðist á línu.

Áætlað er að tugþúsundir albatrosa drepist á hverju ári eftir að hafa steypt sér í hafið eftir beitu langlínubáta og fest á öngli. Auk albatrosa er beita eftirsótt af öðrum tegundum sjófugla, skjaldbökum og smáum hvölum.

Samkvæmt Global Fishing Watch eru nútímafiskveiðar ástæða þess að stofnum albatrosa í heiminum hefur fækkað um þrjá fjórðu undanfarna áratugi. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...