Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Albatrosum fækkar
Fréttir 27. mars 2019

Albatrosum fækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaáhugamenn og aðrir um­­hverfis­sinnar segja að af 22 tegundum albatrosa í heiminum séu 15 í útrýmingarhættu. Megin­ástæða þess er sögð vera að fuglarnir veiðist sem meðafli lang­línubáta.

Upplýsingar frá gervihnöttum sýna að albratrosum í heiminum fækkar stöðugt og að fjöldi fuglanna veiðist á línu túnfiskveiðibáta og annarra langlínubáta. Talið er að innann við 15% langlínubáta geri þær varúðarráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að fuglarnir veiðist á línu.

Áætlað er að tugþúsundir albatrosa drepist á hverju ári eftir að hafa steypt sér í hafið eftir beitu langlínubáta og fest á öngli. Auk albatrosa er beita eftirsótt af öðrum tegundum sjófugla, skjaldbökum og smáum hvölum.

Samkvæmt Global Fishing Watch eru nútímafiskveiðar ástæða þess að stofnum albatrosa í heiminum hefur fækkað um þrjá fjórðu undanfarna áratugi. 

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...