Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ný stjórn VORs, félags framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu.  Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, Eygló Björk Ólafsdóttir, Vallanesi og Guðmundur Ólafsson frá Neðra-Hálsi. Á mynd vantar Kristjáns Oddsso
Ný stjórn VORs, félags framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, Guðfinnur Jakobsson, Skaftholti, Eygló Björk Ólafsdóttir, Vallanesi og Guðmundur Ólafsson frá Neðra-Hálsi. Á mynd vantar Kristjáns Oddsso
Mynd / VOR
Fréttir 21. apríl 2019

Ályktað um hlutverk lífræns landbúnaðar í matvælastefnu fyrir Ísland og í styrkjakerfi landbúnaðarins

Höfundur: smh
Aðalfundur VORs, félags framleiðenda í lífrænum búskap og fullvinnslu, var haldinn 3. apríl á Hótel Sögu. Fyrir hádegi voru hefðbundin aðalfundarstörf en eftir hádegi var ráðstefna. Tvær ályktanir voru samþykktar á fundinum; önnur um matvælastefnu fyrir Ísland, þar sem því er beint til verkefnisstjórnar um mótun stefnunnar að stuðningur sé tryggður við útbreiðslu lífrænnar ræktunar á Íslandi. Í hinni er hvatt til þess við endurskoðun búvörusamninga að lífrænn landbúnaður verði stóraukinn með almennum hvötum í styrkjakerfinu.
 
Áfram í stjórn sitja þau Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður frá Vallanesi, Guðmundur Ólafsson ritari frá Búlandi, Kristján Oddsson gjaldkeri frá Neðra-Hálsi, og Guðfinnur Jakobsson meðstjórnandi frá Skaftholti. Ný í stjórn er Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, sem kemur inn fyrir Þórð G. Halldórsson, Akri.  Að sögn Eyglóar er líklegt að sama verkaskipting verði í stjórninni en reglan sé að stjórn skipti með sér verkum. Hún segir að helstu tíðindin af fundinum, fyrir utan ályktanirnar, séu að samþykkt hafi verið að fela stjórn að stuðla að stofnun fagráðs í lífrænum búskap og standa vonir til að það verði hægt fyrir sumarið.
 
Ályktun um matvælastefnu fyrir Ísland
 
Í ályktuninni um matvælastefnu fyrir Ísland segir að félagið beini því til verkefnastjórnar um mótun matvælastefnu fyrir Ísland að gera ráð fyrir vaxandi hlutdeild lífrænnar matvælaframleiðslu og tryggja að stefnan styðji við útbreiðslu lífrænnar ræktunar á Íslandi. Markviss áætlun, til að mynda um umfang vottaðs ræktaðs lands,  ætti að vera þáttur í matvælastefnu fyrir Ísland nú á tímum loftslagsbreytinga; að stjórnvöld setji sér markmið að 25 prósent af íslenskum landbúnaði verði orðinn lífrænn árið 2030 – og vinni ötullega að því markmiði.
 
Í greinargerð með ályktuninni segir að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sé kveðið á um að unnin verði matvælastefna fyrir Ísland og í ágúst síðastliðinn hafi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra skipað starfshóp til að vinna að þessu máli. „Lífræn framleiðsla á Íslandi hefur átt undir högg að sækja og stöndum við langt að baki þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við.
 
VOR, Verndun og ræktun – félag framleiðenda í lífrænum búskap bendir á vaxandi mikilvægi lífrænnar ræktunar í heimi þar sem umhverfisvá er sífellt stærri ógn fyrir líf á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífræn ræktun bindur mjög mikið kolefni í jarðvegi og jafnast þar á við skógrækt. Sýnt hefur verið fram á að ef öll framleiðsla heimsins væri lífræn myndi það binda allt kolefni sem mannkyn losar og gott betur. Þar með er sú losun sem verður til við framleiðslu tilbúins áburðar, eiturs og ýmiss konar varnarefna fyrir landbúnað en það er bannað í lífrænni ræktun. 
 
Í lífrænni ræktun eru strangari reglur um lyfjanotkun en almennt gerist, hvort sem er í akuryrkju eða búfjárrækt auk þess er bönnuð hverslags notkun á erfðabreyttum lífverum. Því má reikna með að mun minni hætta sé á að upp byggist lyfjaónæmar bakteríur í búfjárstofnum sem í dag er talin ein helsta vá sem að mannkyni steðjar. Í lífrænni akuryrkju er jarðvegurinn og heilbrigði hans undirstaðan í ræktuninni og allt gert til að halda vistkerfinu undir og yfir yfirborðinu sem öflugustu. Þannig fást hollar og næringarríkar afurðir sem ætti að vera skylda okkar að bera á borð fyrir uppvaxandi kynslóðir og stuðla þannig að heilbrigði.
 
Víða á landinu liggur mikið magn lífræns úrgangs sem ekki er nýtt og jafnvel urðað. Koma þarf á opinberum hvata til nýtingar á þessu hráefni og koma þannig í veg fyrir sóun. Þarna liggur stórt tækifæri þar sem lífræn ræktun getur verið í meginhlutverki og um leið dregið úr innflutningi á tilbúnum áburði. Um leið getur þetta skipt meginmáli í eflingu byggða um allt land þar sem saman fara fjölskyldubú með dýravelferð, hreinleika og sjálfbærni að leiðarljósi,“ segir í greinargerðinni.
 
Útbreiðsla lífrænna afurða einna minnst hér
 
Í ályktuninni um styrkjakerfi landbúnaðarins segir að afurðir úr lífrænni ræktun njóti vaxandi hylli neytenda víða um heim og sé útbreiðsla slíkra búskaparhátta mjög hröð, en hér á landi sé hún einna minnst meðal Evrópulanda. „Á undanförnum árum hafa fjölmargar rannsóknir komið fram sem sýna fram á að lífræn ræktun getur lagt mikið til loftslagsmála. Ástæðan er m.a. sú að jarðvegur í lífrænni ræktun virðist binda mun meira CO2 en þar sem tilbúinn áburður er notaður (sjá m.a. rannsókn Rodale Institute). Lífræn ræktun hefur sjálfbærni sem markmið í víðum skilningi og stuðlar að hreinleika jarðvegs, grunnvatns og sjávar þar sem notkun eiturefna og tilbúins áburðar er ekki leyfð.   
 
Beinan stuðning við lífrænan landbúnað á Íslandi er einungis að finna í formi aðlögunarstuðnings við nýja framleiðendur og nemur hann 34 milljónum króna á ári.  Í hlutfalli við heildarstuðning við landbúnað nemur sú upphæð einungis 0,25% af árlegum heildarstuðningsgreiðslum landbúnaðarins.     
 
Aðalfundur VOR beinir því til yfirvalda að endurskoða áherslur í stuðningskerfi landbúnaðarins með það að markmiði að ráðstöfun fjármagns sé í takt við áskoranir nútímans og styðji í auknum mæli við ótvírætt sjálfbærar framleiðsluaðferðir líkt og vottaður lífrænn landbúnaður felur í sér,“ segir í ályktuninni. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...