Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Páll Sigvaldason, SLF, leigir Ökuskóla Austurlands ökutæki og verð ég að segja að mér fanst rútan næstum of flott fyrir ökukennslu.
Páll Sigvaldason, SLF, leigir Ökuskóla Austurlands ökutæki og verð ég að segja að mér fanst rútan næstum of flott fyrir ökukennslu.
Mynd / HLJ
Fréttir 23. maí 2019

Aukin ökuréttindi, lærdómur sem kemur öllum vel

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Daginn eftir 17 ára afmælið mitt fékk ég bílpróf, prófið var á bíl sem mátti hlaða allt að 5.000 kg og á fólksflutningabíl með farþega upp að 16 án gjaldtöku. Hingað til hefur þetta dugað, vinnubíllinn  tómur er um 8 tonn og má ekki hlaða hann meira en 5 tonn, en einstaka sinnum þarf að keyra inn og út af verkstæðinu þar sem ég vinn við stærri rútur og bíla en mín réttindi leyfðu. 
 
Bílprófin breyttust þann 1.1. 1997 fyrir hefðbundin réttindi til að aka bíl (réttindi B), í að bíllinn mátti með hleðslu aldrei vera þyngri en 3.500 kg og farþegafjöldinn hámark 8. Samkvæmt þessu þá voru synir mínir tveir ekki með mikil ökuréttindi. Fyrir um ári síðan fórum við feðgar að skoða tíma og staði til að auka ökuréttindi okkar og ekkert virtist henta vegna árekstra við vinnu, en Ökuskóli Austurlands var til í að sníða námskeið sem hentaði okkur.
 
Réttindi  A-B-BE-C-CE-D-DE
 
Eftir tvær helgar og nokkur kvöld fyrr í vetur á námskeiðum í umferðarfræði, skyndihjálp og vélfræði var komið að því að fara austur á Egilsstaði og klára námið á „vertíðarhraða.0148“ eftir vikudvöl í skólatörn frá 8.00 til 22–23.00 á kvöldin. 
 
Allt gekk upp og allir þrír náðu réttindunum sem stefnt var á, stóð að vísu tæpt hjá gamla manninum sem náði að krækja sér í sömu villuna í öllum þrem verklegu prófunum. Það var  fyrir að halda vitlaust um stýrið, ávani sem erfitt er að venja sig af.
 
Nám sem ætti að gagnast öllum
 
Stéttarfélög styrkja nám til aukinna ökuréttinda þannig að þetta nám er ekki endilega svo dýrt (Efling veitir allt að 300.000 og VR 390.000 svo eitthvað sé nefnt). 
 
Námskráin fyrir aukin réttindi er býsna fjölbreytt, þegar maður renndi yfir hana fyrirfram fannst mér sem að 16 tíma námskeið í skyndihjálp væri full mikið (hafði ekki hugsað mér að verða skurðlæknir), en það sem maður lærði í skyndihjálpinni var tími sem ég sé ekki eftir og hefði alveg mín vegna mátt vera lengri. 
 
Nafnið  umferðarfræði fannst mér ekki hljóma vel, en þarna er farið nánast yfir allt sem hugsanlega kemur umferð við, reglugerðir til hópferða og leigubílaaksturs, umhverfismál, hleðslufræði og margt fleira er kennt og farið ítarlega yfir. Nám sem er svo fræðandi að hvetja mætti menn til að fara í svona nám.
 
Furðulegar reglur um kennslu við að læra á rútu
 
Ljúka þarf ákveðið mörgum ökutímum á hvert próf sem tekið er við mismunandi aðstæður. Ein er sú regla sem er hreint óútskýranleg og spurði ég bæði ökukennarann og prófdómarann út í hana, en hvorugur gat gefið mér svar sem ég sætti mig við. Þannig er að sá sem tekur rútupróf verður að keyra að lágmarki tvær kennslustundir á Akureyri eða í Reykjavík (hringtorg og umferðarljós). Einhvers konar regla sem er svo gömul að enginn man hvenær hún var sett. Fyrir mér er þetta það sem mundi kallast „landsbyggðarníð“, eitthvað sem mætti breyta svo að nemendur á Austurlandi og annars staðar á landinu þurfi ekki að keyra hundruð kílómetra til þess eins að keyra í hringtorgi og stoppa á rauðu ljósi.
Eftir aukin ökuréttindi sér maður umferðina öðruvísi
 
Allir náðum við réttindum þeim sem við fórum í upphafi í að ná, þetta var erfitt, en þegar fór að hilla undir lok námskeiðisins var greinilegt að strákarnir ætluðu sér að skora hærra en gamli maðurinn. Það fór svo að yngri strákurinn „rústaði“ þessu,  en ég og eldri strákurinn deildum silfrinu. 
 
Á heimleiðinni horfðum við mikið á stóru bílana. Horfðum á umferðina meira frá sjónarhorni þess að aka stórum bílum á mismunandi vegum og vorum við fljótir að sjá óásættanlega hleðslu á grjótbílnum sem við tókum fram úr á Skeiðarársandi. 
 
Á leiðinni heim ræddum við um námskeiðið og vorum við sammála um að allir hefðu gott af því að fara á svona námskeið.
 
Hér vantar alla öryggishugsun. Svona frágangur á farmi á hvergi að sjást.

Skylt efni: ökuréttindi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...