Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Mynd / Grafík/Implement
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í landbúnaði. Stærstu tækifærin þar liggja í að bæta virkni dælna, loftræstingar, lýsingar og kælingar.

Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi um 1.5 TWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar, skv. nýrri greiningu dönsku ráðgjafarstofunnar Implement sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld.

Fram kemur í skýrslu Implement að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 GWst. Stór tækifæri sé einnig að finna í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku (178 GWst), endurnýtingu glatvarma frá iðnaði (357 GWst) og bættri nýtni raforku í áliðnaði (112 GWst).

Loks séu tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila (58 GWst), í landbúnaði (43 GWst), í framleiðslu járnlausra málma (38 GWst) og hjá fiskimjölsverksmiðjum (24 GWst). Þá felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku (25 GWst).

Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti greiningu á orkusparnaðarmöguleikum.

Nýtir raforku ekki sérlega vel

Samkvæmt greiningunni er hægt að spara 356 GWst með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 GWst væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði og fellur sparnaðurinn í landbúnaðargeiranum þar undir, en raforkusparnaður um u.þ.b. 353 GWst telst tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið er að hægt sé að ná 24% af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53% á næsta áratug.

Framleiðsla landbúnaðarafurða og rekstur gróðurhúsa á Íslandi nýtir raforku ekki sérlega vel, segir í greiningunni. Helstu skýringar geti verið tiltölulega léleg skilyrði fyrir hagkvæman landbúnað, svo sem jarðvegsskilyrði og tiltölulega mikill fjöldi dimmra og kaldra daga, sem auki þörf fyrir rafmagn til lýsingar og vaxtar.

Að lágmarki þurfi árleg notkun raforku í gróðurhúsum að nema 100 MWst til að þau eigi rétt á niðurgreiðslu til kaupa á rafmagni. Þetta dragi úr orkusparnaðarátaki þar sem þetta geti leitt til þess að efnahagslegur stuðningur tapist fari gróðurhúsið undir viðmiðunarmörk. Enn fremur geti það skapað hvata til aukinnar notkunar hjá gróðurhúsum sem eru rétt undir viðmiðunarmörkum til að tryggja stuðning.

Sá varnagli er sleginn í skýrslunni að forsendur drifkrafta raforkunotkunar og sparnaðarmöguleika séu fengnar úr ítarlegri danskri rannsókn. Undirliggjandi forsenda áætlananna sé því að gróðurhús og önnur búskaparstarfsemi séu svipað uppbyggð og í Danmörku.

Hlutur raforkunotkunar í búskap sé væntanlega nokkuð annar á Íslandi og sparnaðarmöguleikar muni einnig ráðast af ástandi og skilvirkni búnaðar.

Áætluð raforkunotkun í landbúnaði.

Mikilvægt fyrir stefnumótun

„Þessi skýrsla er sú fyrsta sinnar tegundar og er mikilvægur þáttur í þeirri stefnumótun sem á sér stað í dag innan umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Hér er komið enn eitt púslið í alla þessa vinnu sem miðar að því að Ísland nái metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sínum og við sem samfélag náum að framkvæma þriðju orkuskiptin,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, við útkomu skýrslunnar fyrr í mánuðinum.

Greininguna má finna á vef Stjórnarráðsins.

Greining Implement segir landbúnað ekki nýta raforku sérlega vel.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...