Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Talið er að unnt sé að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af 43 GWst í landbúnaði.
Mynd / Grafík/Implement
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í landbúnaði. Stærstu tækifærin þar liggja í að bæta virkni dælna, loftræstingar, lýsingar og kælingar.

Alls eru tækifæri til bættrar orkunýtni hér á landi um 1.5 TWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar, skv. nýrri greiningu dönsku ráðgjafarstofunnar Implement sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld.

Fram kemur í skýrslu Implement að stærstu auðsóttu tækifærin til orkusparnaðar sé að finna í einkageiranum og opinberri þjónustu, eða 320 GWst. Stór tækifæri sé einnig að finna í bættri orkunýtni til hitunar þar sem notast er við raforku (178 GWst), endurnýtingu glatvarma frá iðnaði (357 GWst) og bættri nýtni raforku í áliðnaði (112 GWst).

Loks séu tækifæri til bættrar nýtingar innan heimila (58 GWst), í landbúnaði (43 GWst), í framleiðslu járnlausra málma (38 GWst) og hjá fiskimjölsverksmiðjum (24 GWst). Þá felist tækifæri í því að minnka töp í flutningskerfi raforku (25 GWst).

Guðlaugur Þór Þórðarson kynnti greiningu á orkusparnaðarmöguleikum.

Nýtir raforku ekki sérlega vel

Samkvæmt greiningunni er hægt að spara 356 GWst með núverandi tækni og án óheyrilegs kostnaðar. Sparnaði upp á 797 GWst væri hægt að ná fram með meiri fyrirhöfn og kostnaði og fellur sparnaðurinn í landbúnaðargeiranum þar undir, en raforkusparnaður um u.þ.b. 353 GWst telst tæknilega og fjárhagslega erfiður í framkvæmd. Talið er að hægt sé að ná 24% af þessum orkusparnaði á næstu fimm árum og 53% á næsta áratug.

Framleiðsla landbúnaðarafurða og rekstur gróðurhúsa á Íslandi nýtir raforku ekki sérlega vel, segir í greiningunni. Helstu skýringar geti verið tiltölulega léleg skilyrði fyrir hagkvæman landbúnað, svo sem jarðvegsskilyrði og tiltölulega mikill fjöldi dimmra og kaldra daga, sem auki þörf fyrir rafmagn til lýsingar og vaxtar.

Að lágmarki þurfi árleg notkun raforku í gróðurhúsum að nema 100 MWst til að þau eigi rétt á niðurgreiðslu til kaupa á rafmagni. Þetta dragi úr orkusparnaðarátaki þar sem þetta geti leitt til þess að efnahagslegur stuðningur tapist fari gróðurhúsið undir viðmiðunarmörk. Enn fremur geti það skapað hvata til aukinnar notkunar hjá gróðurhúsum sem eru rétt undir viðmiðunarmörkum til að tryggja stuðning.

Sá varnagli er sleginn í skýrslunni að forsendur drifkrafta raforkunotkunar og sparnaðarmöguleika séu fengnar úr ítarlegri danskri rannsókn. Undirliggjandi forsenda áætlananna sé því að gróðurhús og önnur búskaparstarfsemi séu svipað uppbyggð og í Danmörku.

Hlutur raforkunotkunar í búskap sé væntanlega nokkuð annar á Íslandi og sparnaðarmöguleikar muni einnig ráðast af ástandi og skilvirkni búnaðar.

Áætluð raforkunotkun í landbúnaði.

Mikilvægt fyrir stefnumótun

„Þessi skýrsla er sú fyrsta sinnar tegundar og er mikilvægur þáttur í þeirri stefnumótun sem á sér stað í dag innan umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Hér er komið enn eitt púslið í alla þessa vinnu sem miðar að því að Ísland nái metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum sínum og við sem samfélag náum að framkvæma þriðju orkuskiptin,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, við útkomu skýrslunnar fyrr í mánuðinum.

Greininguna má finna á vef Stjórnarráðsins.

Greining Implement segir landbúnað ekki nýta raforku sérlega vel.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...