Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ræktendur Bamba, Geir Árdal og Margrét Bjarnadóttir frá Dæli í Fnjóskadal, taka við viðurkenningu LK úr hendi Sigurðar Loftssonar formanns og Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, stjórnarmanns LK.
Ræktendur Bamba, Geir Árdal og Margrét Bjarnadóttir frá Dæli í Fnjóskadal, taka við viðurkenningu LK úr hendi Sigurðar Loftssonar formanns og Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, stjórnarmanns LK.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2016

Bambi er besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands fætt 2008

Höfundur: smh
Besta naut Nautastöðvar Bænda­samtaka Íslands, sem fætt er árið 2008, var útnefnt á aðalfundi Landssambands kúabænda þann 31. mars síðastliðinn í upphafi fagþings nautgriparæktarinnar. Nautið Bambi (08049) hlaut þessa útnefningu.
 
Veitti Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, ræktendunum Margréti Bjarnadóttur og Geir Árdal frá Dæli í Fnjóskadal viðurkenningu af þessu tilefni. 
 
Í rökstuðningi Guðmundar kom fram að í framættum Bamba væri að finna mikilvæg naut í íslenskri nautgriparækt, eins og til dæmis Smell (92028), Daða (87003) Þráð (86013), Bauta (79009), Víði (76004), Yl 74010, Fáfni (69003), Bakka (69002) og Sokka (59018). 
 
Faðir Bamba er Laski (00010) frá Dalbæ í Hrunamannahreppi og móðir Stáss (319). Kaðall (94017), frá Miklagarði í Saurbæ er móðurfaðir. Guðmundur sagði að kynbótaeinkunn Bamba væri einstök, eða 117. 
 
Í umsögn um dætur Bamba kom eftirfarandi fram:
 
Fjórir fimmtu hlutar dætra Bamba eru tvílitar þar sem skjöldóttur er langalgengasti litur. Af grunnlitum eru kolóttir litir mest áberandi. 
 
Dætur Bamba eru prýðilegar mjólkurkýr og hlutfall verðefna í mjólk er hátt. 
 
Þetta eru fremur smáar en í góðu meðallagi háfættar kýr. Þær eru meðalkýr hvað snertir boldýpt en útlögur eru miklar og yfirlínan er eilítið veik. Malir eru í meðallagi breiðar, hallandi en fremur flatar. 
 
Fótstaða er mjög sterkleg og góð.  Júgurgerð dætra Bamba er úrvalsgóð, þau eru vel löguð, gríðarvel borin með geysimikla festu og sérlega sterkt júgurband. 
 
Spenagerð er góð, þeir eru stuttir, grannir og mjög vel settir. Dætur Bamba eru frábærar í mjöltum og skapi. 
 
Á aðalfundi Landssambands kúabænda var Bambi útnefnt besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem fætt er árið 2008. Dætur Bamba eru sagðar frábærar í mjöltum og góðar í skapi. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, lýsir kostum Bamba.

6 myndir:

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...