Bann við notkun erfðabreytts fóðurs í sauðfjárrækt
Gunnar bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð sem bannar notkun á erfðabreyttu fóðri í sauðfjárrækt. Markmið reglugerðarinnar er að auka samkeppnishæfni íslenskra sauðfjárafurða.
Í reglugerðinni segir að erfðabreytt fóður innihaldi eða samanstandi af erfðabreyttum lífverum eða sé framleitt úr eða inniheldur innihaldsefni sem eru framleidd úr erfðabreyttum lífverum.
Samkvæmt reglugerðinni er framleiðanda eða umráðamanni sauðfjár óheimilt að fóðra sauðfé með erfðabreyttu fóðri.
Reglugerð er sett með stoð í 19. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998, og tekur þegar gildi.