Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Mynd / Áslaug Helgadóttir
Fréttir 11. febrúar 2021

Biobú ætlar að framleiða lífrænt vottað nautakjöt

Höfundur: smh

Biobú, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum, stefnir á framleiðslu á lífrænt vottuðu nautakjöti. Ef allt gengur upp, varðandi umsóknarferlið um vottun fyrir nautakjötið, standa vonir til að kjötið verði komið í verslanir í mars.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að kjötið verði markaðssett undir merkjum Biobú sem hingað til hefur eingöngu framleitt mjólkurvörur frá bæjunum Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur-Landeyjum. „Eigendur Biobú fóru í stefnubreytingu á síðasta ári og var til dæmis merkinu breytt í þeim tilgangi að útvíkka vöruframboðið,“ segir Helgi Rafn.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú nýlega gert samning við sláturhúsið um að þjónusta slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi. Helgi segir að sláturhúsið muni sjá um slátrun og fullvinnslu á kjötinu sem kemur frá bæjunum.

Hið nýja merki BioBú.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...