Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Guðjón Kristjánsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi Vesturlands, Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Sláturhúss Vesturlands, fyrir utan sláturhúsið.
Mynd / Áslaug Helgadóttir
Fréttir 11. febrúar 2021

Biobú ætlar að framleiða lífrænt vottað nautakjöt

Höfundur: smh

Biobú, sem hefur sérhæft sig í vinnslu á lífrænt vottuðum mjólkurafurðum, stefnir á framleiðslu á lífrænt vottuðu nautakjöti. Ef allt gengur upp, varðandi umsóknarferlið um vottun fyrir nautakjötið, standa vonir til að kjötið verði komið í verslanir í mars.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að kjötið verði markaðssett undir merkjum Biobú sem hingað til hefur eingöngu framleitt mjólkurvörur frá bæjunum Neðra-Hálsi í Kjós og Búlandi í Austur-Landeyjum. „Eigendur Biobú fóru í stefnubreytingu á síðasta ári og var til dæmis merkinu breytt í þeim tilgangi að útvíkka vöruframboðið,“ segir Helgi Rafn.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú nýlega gert samning við sláturhúsið um að þjónusta slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi. Helgi segir að sláturhúsið muni sjá um slátrun og fullvinnslu á kjötinu sem kemur frá bæjunum.

Hið nýja merki BioBú.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...