Lífrænt land verði 10%
Ráðgjafarfyrirtækið Environice hefur skilað tillögum til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Lagt er til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað.