Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífrænt land verði 10%
Fréttir 9. mars 2023

Lífrænt land verði 10%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarfyrirtækið Environice hefur skilað tillögum til matvæla­ráðherra um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi. Lagt er til að stefnt verði að því að árið 2030 verði tíu prósent af landbúnaðarlandi á Íslandi orðið lífrænt vottað.

Árið 2020 var Ísland með næst­lægsta hlutfall af vottuðu landi á Evrópska efnahagssvæðinu, eða 0,3 prósent, en aðeins Grænland er neðar með núll prósent. Það ár var markaðshlutdeild þessara vara hæst í Danmörku af Evrópu­ sambandslöndunum, um 13 prósent, en engar tölur eru til um þessa hlutdeild á Íslandi. Í aðgerðaráætlun Environice kemur fram að ESB hafi sett markmið um að árið 2030 verði að minnsta kosti 25 prósent af öllu landbúnaðarlandi innan sambandsins komið með lífræna vottun. Þar kemur einnig fram að árið 2020 hafi 3,4 prósent af landbúnaðarlandi Evrópusambandsins verið komið með lífræna vottun og að í 15 löndum sambandsins var hlutfallið hærra en tíu prósent. Um aðgerðaráætlun er að ræða og eru tillögurnar ítarlegar, alls 31 talsins. Þeim er skipt niður í sjö efnisflokka þar sem hver og einn snýr að tilteknum hluta virðiskeðjunnar og innviðum framleiðslunnar.

Sjá nánar á bls. 44-45. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...