Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Eldisblendingar fundust í tæpum fimmtungi áa í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar.
Mynd / Hafró
Fréttir 1. september 2023

Breytt erfðasamsetning getur valdið hnignun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hefur blandast saman í nokkrum mæli.

Hafrannsóknastofnun gaf í júlí út skýrsluna Haf- og vatnarannsóknir, Erfðablöndun villts íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Niðurstöður hennar gefa allnokkra blöndun til kynna og meðal annars greindist erfðablöndun í 32% seiða í Breiðdalsá á Austurlandi.

Greind voru áhrif frá upphafsárum núverandi eldis, meðan framleiðslumagn var lítið, og eldri tilrauna í sjókvíaeldi. Niðurstöður sýna að erfðablöndun hefur orðið við hlutfallslega lítið eldismagn. Greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, ný afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1% sýna innan 18% áa. Um eða yfir 2% laxa séu fyrstu kynslóðar blendingar.

Innan hættumarka segir Hafró

Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiði í 26 ám, 2,2% sýna innan 29% áa. Í skýrslunni segir að „erfðablöndun við eldislax getur breytt erfðasamsetningu villtra stofna, leitt af sér breytingar í lífsögulegum þáttum og jafnvel valdið hnignun stofna. Á Íslandi er sjókvíaeldi á laxi af norskum uppruna vaxandi atvinnugrein. Framleiðsla á eldislaxi hefur farið úr því að vera nánast engin árið 2010 upp í 43.000 tonn árið 2022. Samkvæmt núgildandi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar (áhættumat erfðablöndunar) er talið að hægt sé að ala 106.500 tonn af frjóum laxi án þess að það valdi neikvæðum áhrifum á nytjastofna villtra laxa.“

Erfðarannsóknir voru gerðar á laxaseiðasýnum úr 89 ám um allt land, með áherslu á nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýnanna var alls 6.348. Flest sýni tilheyrðu hrygningarárgöngum 2014-2018 þegar framleiðsla á eldislaxi var um 6.900 tonn að meðaltali.

Frekari rannsókna þörf

Samkvæmt skýrslunni voru fyrstu kynslóðar blendingar „algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum sem er í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna.

Erfðablöndun greindist yfirleitt í minna en 50 km fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar fundust í allt að 250 km fjarlægð. Aftur á móti var eldri erfðablöndun tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun var mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32% seiðanna.“

Segja skýrsluhöfundar þörf á frekari rannsóknum á kynslóðaskiptingu blendinga, umfangi og orsökum dreifingar eldri blöndunar.

Árið 2022 var stangveiði á laxi í ám á Íslandi samkvæmt skráningu alls 43.184 laxar, um 4% yfir meðalveiði 1974-2021.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...