Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

„Í ár munum við beina sjónum okkar að vaxandi regluverki í kringum landbúnaðinn sem og fjárhagslegum áskorunum sem greinin hefur verið að glíma við. Það styttist í gerð nýrra búvörusamninga og því mikilvægt að varpa ljósi á og taka samtalið um framtíðarregluverk greinarinnar,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málþingið fer fram á Hótel Selfossi frá kl. 9–12.

Dagur landbúnaðarins er nú haldinn í þriðja sinn en Margrét Ágústa segir viðburðinn vettvang þar sem fulltrúar landbúnaðarins, stjórnvalda og annarra hagaðila koma saman og ræða málin.

„Fjöldi fólks víða úr samfélaginu mun taka þátt í málþinginu, hvort sem er með erindi eða í panelumræðum. Þessi viðburður hefur heppnast einkar vel undanfarin ár og við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga góðar samræður nú sem áður.“

Dagskrá málþingsins verður auglýst nánar síðar en í tengslum við viðburðinn munu nokkrir bændur á Suðurlandi opna bú sín laugardaginn 12. október. Þann sama dag verður dagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur í Rangárhöllinni hjá Hellu og skógarbændur halda málþing á Laugum í Sælingsdal.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...