Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

„Í ár munum við beina sjónum okkar að vaxandi regluverki í kringum landbúnaðinn sem og fjárhagslegum áskorunum sem greinin hefur verið að glíma við. Það styttist í gerð nýrra búvörusamninga og því mikilvægt að varpa ljósi á og taka samtalið um framtíðarregluverk greinarinnar,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málþingið fer fram á Hótel Selfossi frá kl. 9–12.

Dagur landbúnaðarins er nú haldinn í þriðja sinn en Margrét Ágústa segir viðburðinn vettvang þar sem fulltrúar landbúnaðarins, stjórnvalda og annarra hagaðila koma saman og ræða málin.

„Fjöldi fólks víða úr samfélaginu mun taka þátt í málþinginu, hvort sem er með erindi eða í panelumræðum. Þessi viðburður hefur heppnast einkar vel undanfarin ár og við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga góðar samræður nú sem áður.“

Dagskrá málþingsins verður auglýst nánar síðar en í tengslum við viðburðinn munu nokkrir bændur á Suðurlandi opna bú sín laugardaginn 12. október. Þann sama dag verður dagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur í Rangárhöllinni hjá Hellu og skógarbændur halda málþing á Laugum í Sælingsdal.

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbú...

Fækkun framleiðenda
Fréttir 1. október 2024

Fækkun framleiðenda

Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 66 á fimm árum. Greiðslumarkseign hefur min...

Mannmergð truflar réttarstörf
Fréttir 30. september 2024

Mannmergð truflar réttarstörf

Talsverð umræða hefur verið á Facebook-síðunni Sauðfjárbændur um óreiðukennt ást...

Sumarið sem aldrei kom
Fréttir 30. september 2024

Sumarið sem aldrei kom

Bændur á stórum hluta landsins segja heyannir í sumar hafa verið með þeim erfiðu...

Dýravelferðarmál á borði matvælaráðherra
Fréttir 30. september 2024

Dýravelferðarmál á borði matvælaráðherra

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 155. löggjafarþing 2024– 2025 var lögð fra...

Mest af kvótanum veiddist en dýrin leita norðar
Fréttir 30. september 2024

Mest af kvótanum veiddist en dýrin leita norðar

Hreindýraveiðum er lokið að sinni. Alls veiddust 769 dýr af þeim 776 sem mátti f...

Uppskerubrestur hjá hvítlauksbændum
Fréttir 27. september 2024

Uppskerubrestur hjá hvítlauksbændum

Uppskerubrestur blasir við hvítlauksbændunum í Neðri-Brekku í Dölunum.

Skírn í réttum
Fréttir 27. september 2024

Skírn í réttum

Skemmtilegur viðburður var í Reykjaréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi laugardag...