Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 1. október 2024

Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði blása til málþings á degi landbúnaðarins föstudaginn 11. október.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir.

„Í ár munum við beina sjónum okkar að vaxandi regluverki í kringum landbúnaðinn sem og fjárhagslegum áskorunum sem greinin hefur verið að glíma við. Það styttist í gerð nýrra búvörusamninga og því mikilvægt að varpa ljósi á og taka samtalið um framtíðarregluverk greinarinnar,“ segir Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Málþingið fer fram á Hótel Selfossi frá kl. 9–12.

Dagur landbúnaðarins er nú haldinn í þriðja sinn en Margrét Ágústa segir viðburðinn vettvang þar sem fulltrúar landbúnaðarins, stjórnvalda og annarra hagaðila koma saman og ræða málin.

„Fjöldi fólks víða úr samfélaginu mun taka þátt í málþinginu, hvort sem er með erindi eða í panelumræðum. Þessi viðburður hefur heppnast einkar vel undanfarin ár og við hlökkum til að taka á móti sem flestum og eiga góðar samræður nú sem áður.“

Dagskrá málþingsins verður auglýst nánar síðar en í tengslum við viðburðinn munu nokkrir bændur á Suðurlandi opna bú sín laugardaginn 12. október. Þann sama dag verður dagur sauðkindarinnar haldinn hátíðlegur í Rangárhöllinni hjá Hellu og skógarbændur halda málþing á Laugum í Sælingsdal.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...