Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Sérkennilegt er að horfa yfir þennan eyðilega ævintýradal.
Fréttir 20. september 2021

Draugabærinn Burj Al Babes

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Einn sögufrægasti og fegursti hluti Norðvestur-Tyrklands, er þakinn þéttum furuskógum og jarðvarma. Þar stendur borgin Burj Al Babes í Mudurnudal. Við fyrstu sýn virðist þetta ævintýralegur staður en þegar betur er að gáð má sjá hálfbyggð hús í gotneskum kastalastíl standa í röðum við ókláraða vegi, þakta rusli sem fylgir byggingaframkvæmdum.

Ekki er sálu að sjá né heyra og mætti halda að þarna væri um leikmynd að ræða, ef Disney stæði fyrir framleiðslu hryllingsmynda. En það er því miður ekki svo.

Fjárfestar sem stóðu að fram­kvæmd­­unum höfðu sterka og metnaðarfulla sýn á hugmyndina – byggja skyldi samstæðar lúxusvillur ætlaðar auðmönnum. Áform voru um að byggja verslanamiðstöð, tyrknesk böð, kvikmyndahús og íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt enda náði hugsjón hönnuðanna nánast til skýjanna.
Verkefnið vakti strax mikla andstöðu íbúa í Mudurnudalnum sem litu á framkvæmdirnar sem vanvirðingu við núverandi menningararfleifð svæðisins. Ekki væri litið til menningarárekstra þegar kæmi til sögu Mudurnudalsins, en tillit einungis tekið til auðugra viðskiptavina.

Þrátt fyrir andstöðu íbúanna hófust verktakarnir, Sarot Property Group, handa árið 2014. Lagðir voru tuttugu milljarðar í byggingu tæplega 600 húsa af áætluðum rúmlega 700 og gekk verkefnið framar vonum. Vegna samdráttar lentu Sarot Property Group í efnahagserfiðleikum árið 2018, lýstu sig gjaldþrota og eftir stóðu hundruð einbýlishúsa í kastalastíl, yfirgefin í miðjum framkvæmdum. Tveimur árum síðar höfðu verktakarnir unnið úr gjaldþrotinu og voru bjartsýnir á að finna kaupendur að nægilega mörgum húsum til að hægt væri að fjármagna frekari aðgerðir.

Eins og staðan er í dag er verkefnið í eigu fyrirtækisins NOVA Group Holdings en enn er spurning hvort lífi verði blásið í borgina. Vangaveltur eru um hvort eftir standi dýrðlegur draugabær sem laði að ferðamenn af þeirri ástæðu einni, eða hvort núverandi eigendur umbylti verkefninu með nýrri sýn á hönnun og framtíð Burj Al Babes.

Skylt efni: Tyrkland | Byggingar | Disney

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...