Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Samdráttur í nautakjötsframleiðslu í apríl var 13% frá árinu áður.
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 að sögn formanns búgreinadeildar nautgripabænda.

Innlend kjötframleiðsla í apríl 2023 var samtals 1.515 tonn, 3% minni en í apríl árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands. Framleiðsla svína- og alifuglakjöts var sú sama og í apríl í fyrra en nautakjötsframleiðslan dróst hins vegar saman um 13%.

Afleiðing tveggja ára ákvarðana
Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda.
Mynd / ÁL

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda, segir að aðalástæð samdráttarins sé óviðunandi afkoma í nautakjötsframleiðslu síðustu ár.

„Eldistími nautgripa er langur, þannig eru ákvarðanir sem teknar voru vorið/sumarið 2021 hafa áhrif á það hversu mikið framboð er af íslensku nautakjöti á markaði í dag. Sumarið 2021 var afurðastöðvaverð nautakjöts töluvert lægra en það er í dag en VATN vísitalan náði lágmarki í október 2021. Bændur brugðust við með því að draga saman og það sjáum við nú í minnkuðu framboði,“ segir hann.

Bindur vonir við hækkandi verð

Rekstrarskilyrði í nautakjötsframleiðslu hafi verið erfið undanfarin ár en nýlegar hækkanir gefi bændum von.

„Ef gögn Hagstofunnar eru skoðuð, skilaði nautakjötsframleiðslan, sem fellur undir „önnur nautgriparækt“ töluverðu tapi bæði 2020 og 2021 og skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017–2021 greinir frá því að á árunum 2019–2021 borguðu nautakjötsframleiðendur á bilinu 412–603 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti.

Gífurlega erfið rekstrarskilyrði eru þannig farin að segja til sín. Undanfarið höfum við þó séð hækkanir á afurðaverði, vonandi heldur það áfram og við förum að horfa fram á bjartari tíma,“ segir Rafn.

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn...

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...