Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Höfundur: Ugla Stefanía er sveitastelpa af blönduðu búi úr Austur-Húnavatnssýslu og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, og Kristín Vala er prófessor Emerita, sjálfbærnifræðingur, meðstofnandi og sendiherra Bandalags velsældarhagkerfa, í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræktun, hnattrænna loftslagsbreytinga, og vegna breyttra neysluvenja almennings í tengslum við græn umskipti samfélagsins.

Í slíkum breytingum felast bæði áskoranir og tækifæri. Við Píratar erum óhrædd við að taka ný skref inn í framtíðina. Við viljum efla þekkingu á fjölbreyttum landbúnaði og við leggjum ríka áherslu á stuðning við nýsköpun sem getur nýst í landbúnaði.

Neyðarákall ungra bænda

Ákalli ungra bænda um hátt brottfall og fjöldagjaldþrot tökum við hjá Pírötum alvarlega. Við viljum tryggja framtíð og afkomu bændastéttarinnar með bættum lánakjörum, styrkjum til framkvæmda, niðurgreiðslu raforkukostnaðar í nýsköpun, og skilyrðislausri grunnframfærslu fyrir alla bændur.

Við getum rekið loftslagsvænsta landbúnað í heimi

Bændur eru sú stétt sem finnur einna mest fyrir loftslagsbreytingum, og það er því mikilvægt að landbúnaður sé sjálfbær og loftslagsvænn og að framtíð landbúnaðar og komandi kynslóða sé tryggð.

Við hjá Pírötum fögnum því gerð Loftslagsvísis bænda, enda setjum við umhverfis- og loftslagsmálin á oddinn og höfum meðal annars fengið viðurkenningu fyrir metnaðarfyllstu stefnuna í þeim málaflokki í úttekt Sólarinnar, sem er mat á stefnum allra stjórnmálaflokka á vegum Ungra umhverfissinna.

Tryggjum framtíð og velferð bænda – og þar með okkar allra

Í heimsókn okkar til Bændasamtaka Íslands í síðustu viku kom í ljós að góður samhljómur er í áherslum Bændasamtakanna og stefnu Pírata í landbúnaðarmálum að okkar mati.

Það er undirstöðuatriði að tryggja afkomu og öryggi bænda, draga úr fjárhagslegri áhættu og óvissu, og að nútímavæða regluverk og kerfi – og sem dæmi má nefna að það þarf að tryggja að það sama gangi yfir innlendar sem og innfluttar matvörur í tengslum við gæða-, umhverfis- og dýravelferðarsstimplanir.

Okkar stefna er að fólk sem stundar landbúnað geti fengið grunnframfærslu til að sinna sínum landbúnaði af ástríðu, í stað þess að ánægja þess að starfa í honum sé gleypt af áhyggjum er varðar fjárhagslegt óöryggi og lélegum kjörum.

Það hefur aldrei verið mikilvægara að tryggja að landið haldist í byggð og að jarðir séu áfram notaðar í landbúnað.

Andleg og líkamleg velferð bænda og dýra

Velferð dýra er velferð bænda, og er það í augum Pírata undirstöðuatriði landbúnaðar að velferð dýra sé í fyrirrúmi. Við þurfum að tryggja að dýr búi ekki við óviðunandi aðstæður, fái tækifæri til að njóta lífsins og að slátrun þeirra sé eins sársaukalaus og skjót og auðið er.

Samhliða því þarf svo að tryggja andlega og líkamlega velferð bænda, stuðla að nýliðun og skapa umhverfi og hvata þar sem fólk sér kost á því að starfa í landbúnaði. Okkur á öllum að líða vel, hvort sem við erum mannfólk eða önnur dýr.

Sjálfbærni er framtíðin

Bændur spila lykilhlutverk í því að stuðla að fæðuöryggi, og hefur þörfin fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu sjaldan verið jafnmikilvæg. Með því að styðja betur við sjálfbærni og nýsköpun í innlendri framleiðslu stuðlum við að því að íslenskur landbúnaður geti blómstrað. Það má nefnilega ekki gleyma því að matur er menning. Píratar leggja áherslu á að styðja við menningararf landsins, og rætur hans eru í bændasamfélaginu.

Bændur í velsældarhagkerfi framtíðar

Ímyndum okkur að við eigum okkur öll þennan velsældardraum fyrir landið okkar. Ef stefnan er tekin upp 2025, lítum þá til tveggja kjörtímabila og sjáum fyrir okkur að eftirfarandi hlutir verði orðnir að veruleika árið 2033:

  1. Bændur fá borgaralaun og geta því haft meiri tíma til að hugsa um land og dýr – sem er það sem gleður hjarta þeirra. Stór hluti bænda hefur tekið upp umhverfisvænan landbúnað eins og t.d. auðgandi landbúnað þar sem beit dýra er stýrt yfir túnin og innkaup á tilbúnum áburði hafa stórminnkað. Það sparar gjaldeyristekjur, bindur kolefni í jarðvegi, eykur líffræðilega fjölbreytni, eykur velferð dýra og minnkar kostnað fyrir bændur.
  2. Bændur munu því búa við mun meira fjárhagslegt öryggi, betri lánakjör til framkvæmda, niðurgreiðslu á rafmagni í garðyrkju og að öll matvæli þurfi að fylgja sömu stöðlum. Það mun leiða til ríkari sjálfbærni og fæðuöryggis.
  3. Bændur eru nú farnir að fá greiðslur í gegnum kolefnisbókhald sem tengist landnýtingu. Dýravelferð hefur batnað því ekki bara nautgripir, kindur og hestar eru í stýrðri beit, heldur eru svín og hænur líka á landinu. Verksmiðjubúskapur með dýr hefur stórminnkað og merkja má stóran hluta kjötafurða sem „lausagöngu“, „auðgandi“ og/ eða „lífrænt”“.
  4. Farið hefur verið í stórátak í náttúruvernd. Skógar hafa aukist á landinu. Votlendi hefur verið endurheimt úti um allt land. Vel gróið mólendi hefur verið varðveitt fyrir fuglana okkar. Líffræðilegur fjölbreytileiki hefur stóraukist á landi og í sjó.

... og svo margt, margt fleira. Með öðruvísi nálgun, þá fáum við vitanlega öðruvísi niðurstöðu.

Við bjóðum bændum að vera með okkur í því að byggja upp velsældarhagkerfið í þágu manna og náttúru.

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Þjóðarsátt um landbúnað til framtíðar

Landbúnaður og matvælaframleiðsla er elsta athafnasemi íbúa landsins og önnur af...

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar
Lesendarýni 26. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar

Samkvæmt Stjórnarráði Íslands þá á „Ríkissjóður Íslands [á] alls um 450 jarðir o...

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi
Lesendarýni 25. nóvember 2024

Fjandsamlegt vaxtaumhverfi

Áherslur lýðræðisflokksins í landbúnaðarmálum eru í stuttu máli sem hér segir.

Öflug innlend matvælaframleiðsla
Lesendarýni 22. nóvember 2024

Öflug innlend matvælaframleiðsla

Kosningar í lok þessa mánaðar munu ekki einungis skera úr um hverjir sitja á Alþ...

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...