Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fréttir 13. janúar 2015
Höfundur: smh
Matvælastofnun hefur lokið rannsókn á drukknun 12 hrossa í Bessastaðatjörn 20. desember síðastliðinn. Að mati stofnunarinnar er slysið ekki rakið til vanrækslu umráðamanna á reglum um velferð hrossa.
Matvælastofnun rannsakaði aðbúnað og umhirðu hrossa í beitarhólfi á vegum hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi, sem telst vera ábyrgðaraðili hrossanna í þessu tilviki.
Í tikynningu Matvælastofnunar segir:
„Alls höfðu 55 hross verið sett í beitarhólfið til haustbeitar frá 1. september 2014 og var venjan að smala hrossunum síðasta laugardag fyrir jól á hverju ári. Framkvæmd var skoðun á 14 hrossum sem deilt höfðu beitarhólfinu með hestunum sem drápust til að meta ástand hrossanna. Ástand hrossanna gaf ekki til kynna að skort hafi á beit, vatn eða næringu fyrir hrossin í beitarhólfinu.
Sunnan megin í landinu er trjábelti og gamlar mannvistarleifar (stórar tóftir) nálægt hliðinu við sjóinn að vestanverðu. Náttúrulegt skjól er því til staðar í beitarhólfinu en skv. reglugerð nr. 910/2014 um velferð hrossa skulu hross sem ganga úti geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum.
Skylt er skv. sömu reglugerð að hafa eftirlit með útigangi hrossa að lágmarki einu sinni í viku en auk þess er kveðið á um aukið eftirlit t.d. við slæmar veðuraðstæður. Að sögn forráðamanna Sóta er litið til hrossanna á 3 – 8 daga fresti yfir beitartímann af hálfu hestamannafélagsins Sóta auk þess sem eigendur líta af og til eftir hestum sínum. Fyrir smölun 20. desember hafði verið litið til hrossanna 13. og 14. desember skv. upplýsingum Sóta. Þá voru öll hrossin í haganum og ekkert óeðlilegt að sjá að mati þeirra sem kíktu á hrossin.
Alla jafna standa hestar í góðu ástandi vel af sér óveður að vetrarlagi og er fáheyrt að slys af þessum toga eigi sér stað. Óljóst er hvað hefur valdið því að hrossin ráku út á ísinn en svo virðist sem að hættulegar aðstæður hafi skapast við það að tjörnina lagði, með ótraustum ís snævi lögðum, samhliða miklu veðuráhlaupi á dimmasta tíma ársins. Hins vegar verður ekki séð að umráðamenn dýranna hafi gerst brotlegir á ákvæðum reglugerðar um velferð hrossa. Matvælastofnun hefur birt skýrslu um niðurstöður rannsóknarinnar sem er aðgengileg hér að neðan.“
Fréttir 21. nóvember 2024
Ákvörðun felld úr gildi
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...
Fréttir 21. nóvember 2024
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...
Fréttir 21. nóvember 2024
Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...
Fréttir 21. nóvember 2024
Undanþágan dæmd ólögmæt
Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...
Fréttir 19. nóvember 2024
Pólar hestar fyrirtæki ársins
Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...
Fréttir 18. nóvember 2024
Byggja stóra íþróttamiðstöð
Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...
Fréttir 15. nóvember 2024
Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...
Fréttir 15. nóvember 2024
Nýjar höfuðstöðvar
Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...
21. nóvember 2024
Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
21. nóvember 2024
Undanþágan dæmd ólögmæt
21. nóvember 2024
Kosningarnar snúast líka um landbúnað
21. nóvember 2024