Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Breytingar á lögum um velferð dýra og endurskoðun á lögum um dýraheilbrigði er á borði matvælaráðherra á yfirstandandi löggjafarþingi.
Breytingar á lögum um velferð dýra og endurskoðun á lögum um dýraheilbrigði er á borði matvælaráðherra á yfirstandandi löggjafarþingi.
Mynd / smh
Fréttir 30. september 2024

Dýravelferðarmál á borði matvælaráðherra

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir 155. löggjafarþing 2024– 2025 var lögð fram við upphaf þings. Af þeim 18 málum sem eru á borði matvælaráðherra varða fimm þeirra íslenskan landbúnað og bændur.

Í október er áætlað að leggja fram frumvarp til breytinga á jarðalögum, þar sem forkaupsréttur sameigenda verður meðal annars skýrður.

Brugðist við stjórnsýsluúttekt

Í sama mánuði verður frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra tekið fyrir. Í greinargerð fyrir frumvarpið kemur fram að þörf sé á endurskoðun ýmissa ákvæða laganna. Fyrir liggi meðal annars að nauðsynlegt sé að bregðast við stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti Matvælastofnunar með velferð búfjár til að tryggja skilvirkni stjórnsýslu á málefnasviðinu.

Þá verður lögð fram þingsályktunartillaga um stefnumótun á sviði dýravelferðar í októbermánuði. Í greinargerð fyrir hana segir að margt hafi áunnist frá setningu núgildandi laga um velferð dýra frá 2013. Tímabært sé þó að taka málaflokkinn til gagngerrar skoðunar, meðal annars í ljósi aukinnar vitundar og þekkingar á velferð dýra og samfélagslegra breytinga.

Slík stefnumótunarvinna sé vel til þess fallin að setja fram með skýrum hætti hvaða breytingum frá núverandi ástandi er mikilvægt að ná fram og hvernig, og öðlast með því skýra sýn til framtíðar.

Þá sé einnig mikilvægt að unnið verði að aðgerðaáætlun í kjölfarið þar sem aðgerðir og verkefni til að ná settu markmiði stefnunnar eru útfærð.

Heildarendurskoðun á lögum um dýraheilbrigði

Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, er á áætlun í nóvember. Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögunum til þess að ná fram þeim markmiðum sem fram koma í nýrri landsáætlun um riðuveikilaust Ísland árið 2044. Auk þess verða í frumvarpinu nauðsynlegar breytingar sem gera þarf í tengslum við varnir gegn öðrum smitsjúkdómum.

Þá er á áætlun fyrir febrúar á næsta ári að leggja fram þingsályktunartillögu um stefnumótun á sviði dýrasjúkdóma, dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Fyrirhugað er að taka lög um heilbrigði dýra til heildarendurskoðunar og mun Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, leiða þá vinnu. Í greinargerð segir að margt hafi breyst frá setningu laganna, bæði innanlands en einnig á alþjóðlegum vettvangi. Því sé brýnt að ná fram skýrri stefnu sem hafi beina tengingu við þá framtíðarsýn sem birtist í matvælastefnunni um að öll matvælaframleiðsla miði að heilbrigðu umhverfi, heilsu fólks og heilbrigði dýra – í anda Einnar heilsu-stefnunnar.

Skylt efni: dýravelferð

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...