Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Nýleg dæmi af lömbum sem hafa verið drepin af dýrbítum eru frá svæðum þar sem ekki er skipulögð grenjavinnsla.
Nýleg dæmi af lömbum sem hafa verið drepin af dýrbítum eru frá svæðum þar sem ekki er skipulögð grenjavinnsla.
Mynd / JP. Unsplash
Fréttir 10. október 2023

Dýrbítar farnir að gera vart við sig

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Formaður Bjarmalands, félags refa- og minkaveiðimanna, segir ljóst að nú á haustdögum séu dýrbítar farnir að gera vart við sig heima á bæjum á ákveðnum svæðum á Vesturlandi.

„Það er endurtekin saga að sveitarfélög sem ætla að spara við veiðar, annaðhvort að hætta þeim eða ráða óvana einstaklinga til veiðanna, enda uppi með síendurtekin vandamál vegna dýrbíta,“ segir formaðurinn Garðar Páll Jónsson.

Vandamálið er þar sem engin skipulögð grenjavinnsla er

Hann bendir á að nýleg dæmi af lömbum sem hafa verið drepin af dýrbítum séu frá svæðum þar sem ekki sé skipulögð grenjavinnsla eða í skötulíki.

„Það merkilega er að þeir sem eru að missa fé þarna núna eru þeir sömu og misstu fé á sama tíma síðasta ár. Um það var talað í fjölmiðlum og ekki tókst að vinna á varginum fyrr en langt var liðið á vetur og þá heima við fjárhús.

Þetta er það sem framtíðin býður okkur upp á ef að skipulagðar veiðar á ref verða lagðar niður, eftir því sem dýrum fjölgar á viðkomandi svæði eykst hættan á því að þau fari að drepa sauðfé. Og annað, þetta er ekki eina kindin, sem hér er mynd af, þær voru fleiri, mikið fleiri,“ segir Garðar.

Illa bitið lamb.

Stoppa ekki fyrr en þeir eru drepnir

Garðar segir að ef dýrbítar ná að skjóta rótum, hvar sem það er á landinu, stoppa þeir ekki fyrr en þeir eru drepnir. „Þeir kenna afkvæmum sínum listina að nálgast sauðfé, króa það af, þreyta og drepa. Þær aðfarir eru ekki fallegar og dauðastríð bráðarinnar getur verið langt. Hvolparnir eru nokkurn tíma að fullkomna listina og á þeim æfingatíma finnast bitin lömb og illa farin en lifandi, að lokum fullkomna þeir listina og flytja sig á annað svæði þar sem þeir halda uppteknum hætti.

Heyrst hefur á andstæðingum sauðfjár að bændur ættu þá bara að hafa fé í heimahaga til að losna við þennan ófögnuð en það er ekki nóg, tófan sækir heima að húsum og getur drepið ótrúlega nálægt bústöðum manna og dýra.

Eins sýnir þetta okkur að þó okkur þyki vænt um refinn þá verðum við að halda stofnstærð niðri, um allt land. Og ríkið ásamt sveitarfélögum verður að hætta að draga lappirnar í þessum málaflokki og hysja upp um sig brækurnar, vandamálið hverfur ekki þó að því sé ekki sinnt, bændur eru að missa verðmæti hvort sem það er í formi æðardúns eða sauðfjár og það er ekki hægt að loka augunum fyrir ábyrgð stjórnvalda,“ segir Garðar.

Samstarf við æðarbændur

Að sögn Garðars var á vordögum tekið upp samstarf við Æðarræktarfélag Íslands um vöktun á vörpum æðarbænda. „Viðtökur voru góðar og félagsmenn Bjarmalands komu að vöktun æðarvarps víða um land. Greitt var fyrir þessar vaktir samkvæmt samkomulagi en Bjarmaland er með viðmiðunarverð fyrir vaktir eða útköll.

Reynslan af þessu virðist vera góð og vonandi höldum við áfram að vori. Tjón af ágangi refs eða annars vargs í varpi getur verið mikið og tilfinnanlegt og það er mikilvægt að stoppa hann sem fyrst.“

Skylt efni: Dýrbítar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...