Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Mynd / Skapti Hallgrímsson
Fréttir 30. ágúst 2023

Edda komin á sinn bás

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar.

Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum.

Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrirtæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu.

Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur

Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...