Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Mynd / Skapti Hallgrímsson
Fréttir 30. ágúst 2023

Edda komin á sinn bás

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar.

Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum.

Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrirtæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu.

Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur

Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...