Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Kýrin Edda hafin á loft til að setjast um kyrrt á sinn stall sem tákn Eyfjarðarsveitar
Mynd / Skapti Hallgrímsson
Fréttir 30. ágúst 2023

Edda komin á sinn bás

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Járnkýrin Edda, listasmíð Beötu Stormo í Kristnesi, hefur nú verið flutt á framtíðarstað sinn í landi Saurbæjar.

Beate Stormo stolt af smíðisgrip sínum.

Járnskúlptúrinn var fluttur á vörubíl, sem var allnokkurt fyrirtæki, því verkið er um þriggja metra hátt, fimm metra langt og 1,40 á breiddina. Finnur Aðalbjörnsson verktaki annaðist flutninginn sem gekk að óskum. Staðsetning Eddu er á hól skammt frá Smámunasafni Sverris Hermannssonar í Sólgarði og liggur göngustígur frá bílastæði safnsins að verkinu.

Beate, sem er þekktur eldsmiður og bóndi með meiru, smíðaði kúna í hlaðinu á Kristnesi og hófst handa við verkið fyrir tveimur árum. Á hliðum kýrinnar er víravirkis- munstur og járnborðar með sögum af kúm og ljóðatextum. Þykir kýrin hin mesta listasmíð og hefur vakið mikla athygli á sköpunartíma sínum. Beate hefur látið hafa eftir sér að hún beri mikla virðingu fyrir kúm sem eigi sér langa sögu með mannfólkinu og sterkar rætur í norrænni goðafræði. Kýr séu stórbrotnar skepnur

Ferðamálafélag Eyjafjarðar réð Beate til að hanna og smíða kúna sem nú rís hátt á sínum stalli sem tákn Eyjafjarðarsveitar, þess mikla mjólkurframleiðsluhéraðs.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...