Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Gervikýrin Henryetta mun gera þjálfun nýrra frjótækna markvissari.
Gervikýrin Henryetta mun gera þjálfun nýrra frjótækna markvissari.
Mynd / Höskuldur Jensson
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er hönnuð til að þjálfa nýja frjótækna í sæðingum.

Höskuldur Jensson, dýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands (NBÍ), mun hafa umsjón með módelinu, sem kemur frá Nýja-Sjálandi og er nefnt Henryetta af framleiðendunum. Hún kom til landsins fyrr í þessum mánuði og hefur verið prufuð af frjótæknum, með margra ára reynslu, sem segja hana talsvert raunverulegri en þeir hefðu þorað að vona.

„Þetta er eins og hálfur skrokkur af kú með eftirlíkingu af legi, leghálsi og leggöngum ásamt endaþarmi,“ segir Höskuldur, en kýrin er jafnframt upphituð til að líkja eftir líkamshita. Við sæðingar sé farið með sérstaka pípu inn í leggöngin og hina höndina inn í endaþarminn til þess að finna afstöðu leghálsins.

„Við erum samt sammála um það að þetta er ekki eins og að sæða lifandi kú, sem verður aldrei hægt að líkja nákvæmlega eftir. Við vitum líka að þótt þú sæðir hundrað kýr er engin af þeim eins á meðan módelið er alltaf eins,“ segir Höskuldur. Með Henryettu fylgdu þó tvær mismunandi gerðir af leghálsum sem er misjafnlega erfitt að þræða.

Nýtt námskeið í vændum

Nú sé verið að leggja drög að skipulagningu nýs námskeiðs í nóvember þar sem Henryetta verður notuð í fyrsta skipti. Grunnnámskeiðið taki viku og geti nemarnir öðlast full réttindi sem frjótæknar að lokinni starfsþjálfun sem búnaðarsamtökin sjái um þegar störf losna.

„Sæðingin er í grunninn ekki mjög flókið verk, en má segja að sé vandasamt að vissu marki og krefst bæði þjálfunar og lagni til að geta gert þetta vel. Við þurfum með reglulegu millibili að þjálfa upp nýtt fólk í þessi störf,“ segir Höskuldur, en bendir á að stétt frjótækna sé ekki stór og starfsmannaveltan lítil.

Kennslan sé nokkur áskorun þar sem vinnan fari fram inni í kúnni og hingað til hafi leiðbeinandinn þurft að stjórna nemandanum með orðum án þess að sjá hvað eigi sér stað. Í gegnum tíðina hafi hluti þjálfunarinnar farið fram á lifandi kúm og bendur Höskuldur á að þannig muni það verða áfram að einhverju leyti.

Gagnlegt fyrir algjöra byrjendur

Hugmyndin á bak við þetta módel sé hins vegar að gefa nemendum betri grunn áður en þeir fara að æfa sig á lifandi gripum og gera kennsluna markvissari. Líkanið sé gagnlegt fyrir algjöra byrjendur til að átta sig á afstöðu líffæranna inni í kúnni og hvernig þeir eigi að beita höndunum. Leiðbeinandinn getur séð hvað nemandinn er að gera í gegnum glugga á Henryettu.

Höskuldur segir að þeir sem vinni við sæðingar gegni mikilvægu hlutverki fyrir kynbætur og ræktun á kúastofninum í landinu, en þeir dreifi erfðaefni úr bestu nautum landsins. Þá þurfi kýr að eignast að meðaltali einn kálf á ári til að viðhalda mjólkurframleiðslu og því skipti máli að sæðingamenn vandi til verka og búi yfir réttri kunnáttu svo kýrnar festi fang.

Skylt efni: Nautastöðin

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...