Einbreiðum brúm fækkar
Nýjar tvíbreiðar brýr voru nýlega vígðar austan Kirkjubæjarklausturs.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mættu ásamt gestum í Skaftafellssýsluna til að klippa þar á borða vegna vígslu nýrra tvíbreiðra brúa yfir Núpsvötn og Hverfisfljót austan Kirkjubæjarklausturs. Með tilkomu þessara brúa fækkar einbreiðum brúm og verða því 29 á hringveginum.
Umferðaröryggi eykst til muna með nýju, tvíbreiðu brúnum og þær stuðla að greiðari samgöngum.
Áður var brúin yfir Núpsvötn sú brú þar sem flest slys hafa orðið við einbreiða brú á hringveginum.