Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Birna Lárusdóttir stýrir uppgreftrinum í Ólafsdal og er hér liggjandi fyrir miðju með teymi sínu. Frá vinstri eru þau Lísbet Guðmundsdóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Howell Magnus Roberts, Birna Lárusdóttir, Stefán Ólafsson og Hólmfríður Sveinsdóttir.
Birna Lárusdóttir stýrir uppgreftrinum í Ólafsdal og er hér liggjandi fyrir miðju með teymi sínu. Frá vinstri eru þau Lísbet Guðmundsdóttir, Hulda Björk Guðmundsdóttir, Howell Magnus Roberts, Birna Lárusdóttir, Stefán Ólafsson og Hólmfríður Sveinsdóttir.
Mynd / Fornleifarannsóknir í Ólafsdal
Fréttir 16. júlí 2018

Eitt besta dæmið um vel varðveitt menningarlandslag á Íslandi

Höfundur: smh
Fornleifauppgröftur hófst fyrir skemmstu innarlega í Ólafsdal í Gilsfirði, þar sem rannsaka á skála frá 9. eða 10. öld sem uppgötvaðist í dalnum síðasta sumar. 
Minjavernd stóð þá fyrir fornleifaskráningu vegna áforma um uppbyggingu á húsum frá tímum fyrsta búnaðarskóla Íslands sem rekinn var í dalnum á árunum 1880–1907.  
 
Staðarins hvergi getið
 
Að sögn Birnu Lárusdóttur fornleifafræðings, sem nú stýrir uppgreftrinum ásamt Howell M. Roberts í sex manna teymi, var verið að skrá, mæla upp og ljósmynda minjar þegar starfsmenn urðu varir við að það mótaði fyrir einhverju á loftmynd inni í dalnum.  „Við ákváðum að kanna málið og þá blasti skálinn við, ásamt fleiri rústum sem eru líklega níu til tíu. Staðarins virðist hvergi getið í heimildum og virðist almennt ekki hafa verið þekktur,“ segir Birna.
 
Nýleg loftmynd af skálanum, en einhverjar uppgötvanir eru gerðar á hverjum degi.  Þarna má til dæmis sjá litla viðbyggingu syðst á vesturhlið – og inngang sem er að koma í ljós norðar á sömu hlið.
 
 
„Uppgröfturinn núna er fjármagnaður af Fornminjasjóði og Minjavernd, unninn af Fornleifastofnun Íslands og snýst fyrst og fremst um skálann sem er rúmlega 20 m langur, svona í meðallagi miðað við þá skála sem við þekkjum. Hann er vel varðveittur og ber merki þess að hafa verið endurbyggður og lagfærður, sem bendir til þess að fólk hafi búið þarna einhverja áratugi að minnsta kosti myndi ég giska á. Við erum í raun komin stutt og ekki komin niður á gólflög, en í þeim finnst mest af gripum og gjarnan fleira sem er mjög mikilvægt. Við höfum verið fimm til sex á svæðinu og verðum alls í fjórar vikur í sumar, en verkefnið er til þriggja ára.“
 
Ljósi varpað á búskaparhætti
 
„Já, það væri spennandi að geta varpað ljósi á búskapinn sem þarna var rekinn,“ segir Birna spurð um hvort von sé til þess að hægt sé komast að raun um búskaparhætti fólksins sem þarna bjó á landnámstíma. „Enda er Ólafsdalur höfuðból landbúnaðarframfara á 19. öld og væri ekki leiðinlegt að geta skyggnst aðeins aftur í tímann og skoða þróun landbúnaðar allt frá landnámi.  
Ummerki um ræktun eru ekki óalgeng í svona rannsóknum, þá helst þannig að fræ finnst þegar gólflög eru greind rækilega og þá eru byggfræ algengust. 
Svo stendur til að skoða sögu gróðurfars í dalnum með sýnatöku úr mýrum þar sem frjókorn eru greind. Þá ættum við að geta séð til dæmis hvort þar hefur verið birkiskógur við landnám, en einnig hvort og hvernig gras og aðrar fóðurjurtir hafa síðan breiðst út með tilkomu mannsins.
Annað sem gæti varpað ljósi á búfjárrækt eru útihúsin sem eru þarna í kring, ekki ósennilegt að búfénaður hafi verið hýstur í einhverjum þeirra þótt þarna gætu líka verið hús á borð við smiðjur og jarðhýsi. 
Það væri líka spennandi að finna öskuhaug með beinum sem gætu varpað ljósi á búfjárhald en við höfum ekki rekist á hann ennþá – mér skilst að bein varðveitist oft ekki vel í jarðlögum á þessu svæði,“ segir Birna.
 
Á þessari mynd sjást ýmis ummerki frá tímum búnaðarskólans (1880–1907) í heimatúninu; túngarðar, nátthagar, beðasléttur og skurðir. Líkur eru til að þúsund ára búskaparsögu sé að finna í Ólafsdal.
 
Endalausir möguleikar á rannsóknum á svæðinu
 
Birna segir að það sem sé kannski það flottasta við Ólafsdal í heild sinni sé hið ótrúlega vel varðveitta menningarlandslag, sem sé aðallega frá tímum búnaðarskólans. „Að finna svona fornar rústir á yfirborðinu er ansi flott viðbót. Með uppbyggingu Minja­verndar á húsunum gæti þetta orðið eitt allra besta dæmi sem við höfum um menningarlandslag á Íslandi – og þetta er auðvitað höfuðból landbúnaðarsögunnar; ekki bara á 19. öld heldur allt frá landnámi.   Það eru því endalausir möguleikar á rannsóknum á svæðinu.“ 
 

3 myndir:

Skylt efni: fornminjar

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...