Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Útlit er fyrir enn verri rekstrarniðurstöður kúabúa fyrir síðasta ár en var árið 2021.
Útlit er fyrir enn verri rekstrarniðurstöður kúabúa fyrir síðasta ár en var árið 2021.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kúabúa sem tóku þátt í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019–2021“ og birt helstu meðaltöl á vef sínum.

Staðan er viðkvæm miðað við nýjar tölur um rekstrarárið 2021 og útlit fyrir verri niðurstöður vegna ársins 2022, sérstaklega fyrir þau bú sem eru mikið skuldsett og með háan breytilegan kostnað.

Vegna mikilla breytinga í rekstrarumhverfi síðasta árs er ætlun RML nú að birta milliuppgjör, í síðasta lagi í apríl, út frá gögnum 50 kúabúa að lágmarki.

Miklar aðfanga- og stýrivaxtahækkanir

Kristján Óttar Eymundsson, verkefnisstjóri hjá RML, segir að skuldahlutfall búanna hafi heldur lækkað á árinu 2021 og einnig vaxtagjöld sem hlutfall af heildartekjum. Ljóst sé hins vegar að það verði breytingar á þessum þáttum til hins verra fyrir árið 2022 – og vænta megi meiri tíðinda fyrir það ár en árið á undan.

„Árið 2022 einkenndist af miklum aðfangahækkunum og stýrivaxtahækkunum sem hækkuðu breytilega óverðtryggða vexti, ásamt mikilli verðbólgu. Á móti hækkaði verðlagsnefnd búvara grundvallarverð mjólkur þrisvar sinnum á árinu. Í ársbyrjun 2022 var verðið tæpar 105 krónur á lítrann, en var komið í tæpar 120 krónur á lítrann þann 1. desember. Einnig komu viðbótargreiðslur frá ríkissjóði; fyrst vegna hækkana á áburðarverði og svo komu greiðslur eftir tillögum frá svokölluðum spretthópi.

Síðan má ekki gleyma því að það komu mjög jákvæðar fréttir frá stjórn Auðhumlu og Mjólkursamsölunni í apríl síðastliðnum þar sem tilkynnt var að borgað yrði fullt verð fyrir fituhluta umframmjólkur ársins 2021 og að greidd yrði 5,5 króna uppbót á hvern lítra umframmjólkur ársins 2020,“ segir Kristján.

Jákvæðar fréttir efldu framleiðsluviljann

Kristján segir að í framhaldinu hafi fylgt jákvæðar tilkynningar um hækkanir á verði umframmjólkur ársins 2022, sem efldi framleiðsluvilja bænda þar sem að aðstæður voru fyrir hendi heima á búum. Hann segir að eftir standi þó að rekstrarafkoma búa sem eru með hlutfallslega mikinn breytilegan kostnað á bak við framleiddan mjólkurlítra – og eru jafnframt mikið skuldsett – hafi líklega versnað töluvert á árinu 2022. Meira geti hann ekki sagt um síðasta ár í bili.

Framlegðarstig afurðatekna lækkar áfram

Að sögn Kristjáns gefa meðaltöl gagnasafnsins fyrir árið 2021 ekki til kynna miklar breytingar á rekstrarárinu miðað við árið á undan. „Þó vekur athygli að framlegðarstig afurðatekna heldur áfram að lækka, sem skýrist af því að afurðatekjurnar hafa hlutfallslega ekki náð að fylgja eftir hækkunum á aðföngum og aðkeyptri þjónustu. Síðan er umhugsunarefni að afurðasemi búanna, mælt í innlagðri mjólk eftir árskú, skuli nánast standa í stað á tímabilinu.

Það má tengja að einhverju leyti lágu afurðaverði fyrir umframmjólk og mögulega lakari heygæðum. Bundnar eru vonir við þá umbyltingu í kynbótastarfinu sem nú er hafin með notkun á erfðamengisúrvali til að hraða erfðaframförum í stofninum.

Athygli vekur að aðrar tekjur fara hlutfallslega vaxandi á þátttökubúunum sem bendir til þess að bændur séu farnir að sækja í aðra starfsemi samhliða mjólkurframleiðslu,“ segir Kristján.

Búrekstrarlegum þáttum stöðugt bætt við

Verkefnið Rekstur kúabúa 2019– 2021 hófst á árinu 2020, en þá tóku 90 kúabú þátt. Kristján segir að stöðugt sé verið að bæta við búrekstrarlegum þáttum inn í greiningarvinnuna og leggja meiri áherslu á ráðgjöf um betri bókhaldsvinnu til að fá sem skýrust gögn til úrvinnslu.

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...