Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Höfundur: smh

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftinni „Hugsaðu stórt, hugsaðu grænt.“ Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um fýsileikann á stórsókn í ylrækt á Íslandi.

Markmið vefstofunnar er að hvetja fólk til að hugsa um það hvernig við getum nýtt auðlindir Norðurlands með sjálfbærum hætti til framtíðar.  

Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Nýsköpun í Norðri, SSNE, SSNV og Hacking Hekla, verður haldinn milli klukkan 14:00 og 16:00 og er öllum opinn. Honum verður streymt á Facebook-síðum Eims og sérstakri síðu viðburðarins.

Vefstofan gefur tóninn fyrir lausnamótið Hacking Norðurland sem hefst í kjölfarið.

Eimur er samstarfsverkefni á Norðausturlandi og vinnur meðal annars að bættri nýtingu orkuauðlinda og aukningu í nýsköpun í orkumálum.

Í tilkynningu frá Eimi kemur fram að þema fundarins sé „orka-matur-vatn“, sem sé heilög þrenning í sjálfbærni. „Þessar auðlindir tengjast órjúfanlegum böndum og þannig getur verið gagnlegt að hugsa um þær saman. Þetta eru auðlindir sem við erum rík af, og auðlindir sem við bruðlum með. Hvernig getum við verið sjálfbær og til fyrirmyndar á heimsvísu? Við höfum sannarlega efnin og tækifæri til þess,“ segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Hacking Norðurland | Eimur

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...