Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu í fyrstu.
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 18. mars 2019

Erfitt að selja íslenskar heyrúllur

Höfundur: Bondebladet - ehg

Nærri helmingur af heyinu sem sent var frá Íslandi til Noregs í haust er enn óselt og hafa innflutningsaðilar í Noregi áhyggjur af stöðu mála.

Vegna mikilla þurrka síðasta sumar í Noregi, sem leiddi til fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið að flytja inn hey frá Íslandi til bænda í Suður-Noregi. Samvinnufélög bænda þar í landi, Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura, fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa félögin að bregðast við heldur minni sölu en áætlað var. Um 13 þúsund heyrúllur liggja nú enn óseldar við hafnarsvæði í Mæri- og Raumsdal.

Heyið sagt gott að gæðum

Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri í Mæri- og Raumsdal segir að ákveðið hafi verið að kaupa heyið af öruggu svæði og sem hefur álíkt dýraheilbrigði og í Noregi. Undanfarnar vikur hafi selst töluvert af heyinu sem sé gott að gæðum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir látið gamminn geisa og hafði einn hestaeigandi á orði í innleggi á dögunum:

„Það er ótrúlega sorglegt að heyið hafi ekki komist til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þetta hjálpar lítið fyrir bændur í Norðurog Suður-Noregi þegar fóðrið liggur við höfn á vesturlandinu.“

Hestaeigandinn hefur þá skoðun að verðið á fóðrinu sé aðalástæða dræmrar sölu því það sé töluvert dýrara en að kaupa það beint af bændum á Íslandi.

Rúllan á 24.200 krónur til bænda í Noregi

Verðið á heyrúllu afhent við höfn á Íslandi var 12.600 krónur íslenskar en Felleskjøpet Agri selur rúlluna til bænda í Noregi á 24.220 krónur íslenskar. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...