Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu í fyrstu.
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 18. mars 2019

Erfitt að selja íslenskar heyrúllur

Höfundur: Bondebladet - ehg

Nærri helmingur af heyinu sem sent var frá Íslandi til Noregs í haust er enn óselt og hafa innflutningsaðilar í Noregi áhyggjur af stöðu mála.

Vegna mikilla þurrka síðasta sumar í Noregi, sem leiddi til fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið að flytja inn hey frá Íslandi til bænda í Suður-Noregi. Samvinnufélög bænda þar í landi, Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura, fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa félögin að bregðast við heldur minni sölu en áætlað var. Um 13 þúsund heyrúllur liggja nú enn óseldar við hafnarsvæði í Mæri- og Raumsdal.

Heyið sagt gott að gæðum

Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri í Mæri- og Raumsdal segir að ákveðið hafi verið að kaupa heyið af öruggu svæði og sem hefur álíkt dýraheilbrigði og í Noregi. Undanfarnar vikur hafi selst töluvert af heyinu sem sé gott að gæðum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir látið gamminn geisa og hafði einn hestaeigandi á orði í innleggi á dögunum:

„Það er ótrúlega sorglegt að heyið hafi ekki komist til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þetta hjálpar lítið fyrir bændur í Norðurog Suður-Noregi þegar fóðrið liggur við höfn á vesturlandinu.“

Hestaeigandinn hefur þá skoðun að verðið á fóðrinu sé aðalástæða dræmrar sölu því það sé töluvert dýrara en að kaupa það beint af bændum á Íslandi.

Rúllan á 24.200 krónur til bænda í Noregi

Verðið á heyrúllu afhent við höfn á Íslandi var 12.600 krónur íslenskar en Felleskjøpet Agri selur rúlluna til bænda í Noregi á 24.220 krónur íslenskar. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...