Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu í fyrstu.
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 18. mars 2019

Erfitt að selja íslenskar heyrúllur

Höfundur: Bondebladet - ehg

Nærri helmingur af heyinu sem sent var frá Íslandi til Noregs í haust er enn óselt og hafa innflutningsaðilar í Noregi áhyggjur af stöðu mála.

Vegna mikilla þurrka síðasta sumar í Noregi, sem leiddi til fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið að flytja inn hey frá Íslandi til bænda í Suður-Noregi. Samvinnufélög bænda þar í landi, Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura, fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa félögin að bregðast við heldur minni sölu en áætlað var. Um 13 þúsund heyrúllur liggja nú enn óseldar við hafnarsvæði í Mæri- og Raumsdal.

Heyið sagt gott að gæðum

Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri í Mæri- og Raumsdal segir að ákveðið hafi verið að kaupa heyið af öruggu svæði og sem hefur álíkt dýraheilbrigði og í Noregi. Undanfarnar vikur hafi selst töluvert af heyinu sem sé gott að gæðum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir látið gamminn geisa og hafði einn hestaeigandi á orði í innleggi á dögunum:

„Það er ótrúlega sorglegt að heyið hafi ekki komist til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þetta hjálpar lítið fyrir bændur í Norðurog Suður-Noregi þegar fóðrið liggur við höfn á vesturlandinu.“

Hestaeigandinn hefur þá skoðun að verðið á fóðrinu sé aðalástæða dræmrar sölu því það sé töluvert dýrara en að kaupa það beint af bændum á Íslandi.

Rúllan á 24.200 krónur til bænda í Noregi

Verðið á heyrúllu afhent við höfn á Íslandi var 12.600 krónur íslenskar en Felleskjøpet Agri selur rúlluna til bænda í Noregi á 24.220 krónur íslenskar. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...